Skírnir - 01.04.1908, Síða 29
Peningaverðið á íslandi.
I. Verðið á peningum er óstöðugt.
Ef einhver vildi vita, hve mikið at vaðmáli væri í
vaðmálsstranga, þá fengi hann sér stiku og mældi vað-
málið. Alnavara er öll mæld á þann hátt, lögur er mæld-
ur með pottamáli, og alinin og potturinn er ávalt hið
sama ár eftir áx'. Lengd álnavöru og teningsinnihaldið í
lagarvörum verður ávalt mælt með mikilli nákvæmni.
Sé einhverjum forvitni á að vita, hvers virði alin af vað-
máli eða pottur af lagarvöru sé, þá er að komast fyrir,
hve mikið af peningum verði að gefa fyrir hana. Þá eru
peningarnir alinin, sem alt verð er mælt á. Pening-
arnir eða krónan er almenn verðalin, og við þá er allra
hluta gildi miðað, sem ganga kaupum og sölum.
Alinin og potturinn er áreiðanlegur mælikvarði, og
ávalt hinn sami, því að það, sem alinmálið eða pottmálið
stækkar við hita og dregst saman við kulda, er svo litið,
að það verður ekki tekið til greina. Krónan er þar á
móti alinmál, sem á stuttum tíma breytist mikið, og á
löngum tíma mjög mikið. Til þess að mæla verðið með,
hefir mannfélagið teygjuband, sem stundum skreppur sam-
an, en stundum tognar. Auðvitað hafa menn vitneskju
um það; en það leynir sér oft lengi, hverníg verðmælir-
inn hefir breyzt, því að ein vörutegundin hækkar, en önn-
ur lækkar móti peningum, og til þess að finna, hvert verð
þeirra er nú í samanburði við það, sem það var einhvern
tíma áður, þyrfti að vita verðlag á öllum vörum í hvoru-
tveggja skiftið. En verðlag á mörgum vörum en vana-
legast algjörlega gleymt, þegar langir tímar eru liðnir.