Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1908, Page 31

Skírnir - 01.04.1908, Page 31
Peningaverðið á Islandi. 127 greiðslura. Ef maður átti að fá 3000 kr. í laun og verð- lagsskráin hafði hækkað 3%, átti hann að fá 3090 kr.;. ef hún hafði lækkað um 3%, átti liann að fá 2910 kr. Lowe vildi moð þessari tillögu sinni vega á móti öllum verðbreytingum, koma því í ró og jafnvægi, sem nú er óendanlegum breytingum undirorpið, og leiða í lög jafn- vægi í stað þess óróa og allrar þeirrar áhyggju, sem er í för með breytingunni á peningaverðinu. Eftir að Vesturheimur fanst, 1496, hafa peningar stöðugt hækkað í verði; þar voru silfur- og gullnámur, sem juku svo á framleiðluna, að góðmálmarnir liafa ávalt fallið í verði eftir það 1875 var það álit vísindamanna, að 8 kr. þá mundu hafa sama verð í rauninni, sem 1 kr. hafði 1500. Lækkun peningaverðsins hefir haft mikil áhrif á sögu Norðurálfunnar. Baráttan milli Karls I. á Englandi og parlamentsins, sem endaði með borgarastyrjöld og aftöku konungsins, er álitin að stafa meira frá verð- falli peninga en frá lunderni konungsins. Það hefir þótt hyggilegt eftir á, þegar ýmsar stofnanir áskildu sér tekjur sínar ákveðnar eftir kornverði, eða veiðlagsskrá. Það hefir t. d. kirkjan hér á landi gjört, og margir jarðeigendur munu enn gjöra hið sama, að láta greiða sér landskuldir og leigur eftir verðlagsskrá. Hér á landi stafar þetta nokkuð af því, að hér hefir verið lítið af peningum manna í milli, og flest það hefir verið borgað með landaurum — vörum — sem annarsstaðar hefir verið greitt í peningum, þar meðal hjúakaup og annað. II, Verðlag d innlendri v'öru. Með konungsúrskurði 16. júlí 1817 eru settar reglur um verðlagsskrár á íslandi, sem fylgt er enn í dag að mestu leyti. 1818 voru samdar að eins fimm verðlags- skrár fyrir alt landið: ein fyrir Skaftafellssýslur, önnur fyrir alt Suðuramtið, þriðja fyrir alt Vesturamtið, fjórða fyri fjórar sýslur í Norðuramtinu, og fimta fyrir báðar Múlasýslurnar. íslenzku vörurnar, sem nefndar eru í

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.