Skírnir - 01.04.1908, Side 33
Peningaverðið á Islandi.
129
Alt þetta er gjört til þess að fá meðalverð allra með-
alverða fyrir alt landið. Eftir því sem einhver verðlags-
skrá er gjörð fyrir fámennara umdæmi, eftir því vegur
hún minna á móti hinum. Ef einn kaupmaðurinn selur
10 tunnur af korni á 30 kr., en annar selur 100 tunnur
af korni á 25 kr., þá er reikningslegt meðalverð 27x/2
króna, en sanna meðalverðið er það, sem alt kornið var
selt fyrir, 2800 kr., deilt með öllu korninu sem selt var
110 tunnum, og verður þá i þessu dæmi kr. 25,45 aurar.
1900 og 1907 er samin verðlagsskrá fyrir hverja sýslu.
Það mun vera afleiðingin af hreppapólitíkinni, því verð-
lag á innlendum vörum fylgist að yfir land alt, nema
hvað Skaftafellssýslur hafa árum saman, og svo langt sem
menn vita, haft lægra verðlag en aðrar sýslur, og Grull-
bringu- og Kjósarsýsla með Reykjavík og ísafjarðarsýslu
oftast eitthvað hærra verðlag en vanalegt er. — Eg hefi
álitið að það sem mest væri komið undir, væri að raða
verðlagsskrám sýslnanna í þrjá flokka, svo að einn þriðj-
ungur landsmanna væri í hverjum þeirra. Með Vestur-
amtinu öllu voru taldar Skaftafellssýslurnar báðar, og
Húnavatnssýsla og Isafjarðarsýsla, sem er langfólksflest,
talin tvisvar. Þetta urðu 6 sýslur úr Vesturamtinu, og 3
úr öðrum ömtum, en 1 talin tvisvar, og meðaltalið fengið
fyrir þessa landshluta með því að skifta samtölunni með
10. Fyrir norðan og austan voru 5 sýslur saman allar
metnar jafnt; þar var annað meðaltalið. A Suðurlandi
var verðlagið í Gullbringu- og Kjósarsýslu talið tvisvar;
hinar sýslurnar eru Vestmanneyjasýsla, Árness, Rangár-
valla- og Borgarfjarðarsýsla; alls voru í þeim flokki 5
verðlagsskrár (þar í ein tvítalin) og samtölunni var skift
með 6. — Þannig voru búin til 3 undir-meðaltöl hvort
fyrir sinn landshluta, þar sem x/3 landsmanna átti heima
í hverjum, þau lögð saman og skift með þremur, og þá
komu út dálkarnir 1900 og 1907.
Með þessu móti fær hver verðlagsskrá nokkurn veg-
inn það gildi, sem henni bar að hafa eftir mannfjöldan-
■um í umdæminu sem hún nær yfir 1900 og 1907. En
9