Skírnir - 01.04.1908, Síða 38
134
Peningaverðið á íslandi.
sagt verði, að peningarnir hafi fallið í verði um helming
á landinu fyrir því. Landið þarf einnig útlendrar vöru
við, og hér hafa verið keyptar að kornvörur fyrir 2400
þús. kr., og munaðarvörur fyrir sama verð, að öllu sam-
töldu, síðustu árin. Af öllum kornvörum eru keypt árlega
hér um bil 250 pund á hvert mannsbarn á landinu, af
kaffi eru keypt 14 pund, sykri 45 pund, af öllu tóbaki
2l/2 pund, af vínföngum og öli 9,3 pottar = 18 pund á
mann, eða samtals 80 pund af alls konar munaðarvöru á
hvert mannsbarn á landinu. Fáist verðið á þessum vörum
fyr og nú, þá er búið að fá yfirlit yfir helztu neyzlu-
vörurnar, og hvernig peningarnir mælast á móti þeim, og
þá vantar ekki mjög mikið á, að ákveðið verði, hvað
fæði hvers einstaks manns á landinu hafi kostað áður og
kosti nú.
í landshagsskýrslum Bókmentafélagsins, I. bindi bls.
583, hefir Sigurður Hansen sett töflur um vöruverð 1849,
og þar eru taldar kornvörur og munaðarvörur, og helztu
útfluttu vörurnar héðan. Engin skýrsla er til um nokkurt
ár nær 1850 en þessi, og hér verður vöruverðið 1849 að
gilda sem það væri 1850. Verðið sjálft verða menn að
sjá í töfiu Sigurðar Hansens, en hér er sett verð eftir
töfiunni á það, sem ætlast er til að einn fullvaxta karl-
maður eyði á árinu. Það sem menn eyða nú á dögunr
er lagt til grundvallar, og maðurinn er látinn hafa eytt
alveg því sama 1849 og menn eyða nú, þótt ekki sé svo
í rauninni. Menn höfðu nrinni kornmat þá sér til viður-
væris en nú, og minna var drukkið at' kaffi, og minna
eytt af svkri, en eyddu miklu meira af vínföngum. Verðið
1901 er tekið eftir landshagsskýrslunum, og 1907 eftir
því verði sem kunnugt er.
a. Erlendar vörur: 1850
1. Rúgmjöl 264 pd. kr. 18.00
2. Bankabygg 110— — 8.64
3. Baunir 40 — — 2.58
Flyt ... kr. 29.22
1901
kr. 20.00
— 12.00
—____6A0
kr. 38.40
1907
kr. 26.00
— 12.00
— 5.60
kr. 43.60