Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1908, Side 49

Skírnir - 01.04.1908, Side 49
Leo Tolstoj 145 nokkur á reki við þá bræður heimsótti þá einu siuni, er Tolstoj var etthvað 12 ára gamall, og skýrði þeim frá því, að það væri nú komið upp úr dúrnum þarna í skólanum, er hann gengi í, að enginn guð væri til og að trúarbrögðin væru ekkert annað en rugl og vitleysa og tilbúningur. Tolstoj brá nokkuð kynlega við þetta, en eigi leið á löngu áður hann sjálfur tók að leggja stund á skólanám og varð þá hið sama uppi á teningnum að því er hann snerti. Þeir, skólapiltarnir, litu svo á, að trúarbrögðin væru ekki annað en kreddur, sem þeir, spekingarnir, gætu ekki lagt sig niður við, enda væri ekki öðrum boðlegt en sauðsvört- um almúganum. Að afloknu undirbúningsnámi gekk Tolstoj á háskól- ann i Kasan. Lagði hann sérstaklega stund á Austurlanda- tungumál og lögspeki, en lauk aldrei fulluaðarprófl, enda þurfti þess eigi, því auðurinn var nógur og erfðagózið, Jasnaja Poljana, beið hans forstöðulaust. Tók hann þar við búi á ungum aldri og réðst þegar í ýmsar um- bætur á högum ánauðugra landseta sinna. Hann átti við ýmsa örðugleika að stríða, en þó einna mest við hina og þessa lesfi og breyskleika í fari sinu. Þótt auðurinn væri mikill og ærnu fé úr að spila fyrir einhleypan mann, leið •eigi á löngu áður hann var kominn í fjárþröng svo mikla, að hann sá sér eigi annað fært en að taka sig upp og flytja suður í Kákasuslönd fyrir sparnaðar sakir og til að leysa sig úr spilaskuldunum. Hann fór þar á dýraveiðar, drakk með kunningjum sínum, reit hinar fyrstu sögur sínar og gekk síðan í herþjónustu, er hann var leiður orðinn á aðgerðarleysinu. Rússneskar hersveitir voru um þær mundir að brjóta undir sig bygðir og ból í Kákasuslönd- unum. Þegar Krimstríðið hófst, 1854, vildi Tolstoj fyrir hvern mun komast í herþjónustu á vígvellinum, og fekk hann því framgengt. Hann var skipaður í hersveit suður á landamærunum, og nokkru eftir að umsátin mikla hófst um Sebastopol, var honum stungið inn í stórskotaliðssveit í varnarliðinu. Gortschakoff fursti, náfrændi hans, var 10

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.