Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1908, Side 60

Skírnir - 01.04.1908, Side 60
156 Leo Tolstoj. nýliðanna í flotadcildinni af afloknum liollustueiði, minti Vilhjálrnur keisari II. þá á, að nú hefðu þeir skuldbundið sig til að hlýða, jafnvel þótt hann byði þeim að skjóta íeður sína! í fjórða lagi: »Þér hafið hevrt að sagt var: auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. En eg segi yður: þér skuluð ekki rísa gegn meingjörðamanninum, heldur slái einhver þig á hægri kinn 'þína, þá snú þú einnig hinni að honum«. Þetta boðorð hefir orðið flestum mönnum að ásteyt- ingarsteini, enda ríður það býsna áþreifanlega í bág við sjálfsþótta manna og sómatilfinningu. Tollstoj streittist lengi á móti þessu boðorði og reyndi að teygja það og útskýra á ýmsa lund, en eigi varð honum rótt fyr en hann gekk að því skilyrðislaust. Það skal þegar skýrt tekið fram, að Tolstoj tekur þessi orð Krists í strangasta og bókstaflegasta skilningi og telur það undir engum at- vikum réttmætt að beita valdi við nokkurn mann eða þröngva eða takmarka frjálsræði hans á nokkurn hátt. Hann afneit.ar skýlaust öllu stjórnarvaldi, hverju nafni sem nefnist, og öllu lagavaldi eða löggjafarvaldi, og kann- ast jafnvel ekki við sjálfan eignarréttinn. Því miður er hér ekki unt að skýra til fulls ástæður og rökfærslur Tolstojs í þessu efni. Að eins skal þess getið, að hann álít- ur að þjónar hins góða eigi að sigrast á hinu illa og uppræta það með breytni sinni og eftirdæmi, en eigi með harðneskju eða mótspyrnu, og hann er á því að það mundi takast með tíð og tíma. Síðasta atriðið er þetta: »Þér hafið heyrt að sagt var: Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn. En eg segi yður: Elskið ó v i n i y ð a r . . . til þess að þér verðið börn föður yðar sem er á himnum; því að hann lætur sól sína renna upp yfir vonda og góða og rigna yfir réttláta og rangláta. Því að ef þér elskið þá sem yður elska, . . . hvað frábært gjörið þér þá? Gjöra ekki jafnvel heiðingjarnir hið sama?

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.