Skírnir - 01.04.1908, Síða 73
Ættarnöfn.
165>
skrælingjaleg ánægja, ekkert annað en andlegur hirðuleysis-
sjúkdómur, sem hreinlegum mönnum er andstygð. Með'
flestum menningarþjóðum heims er hann liorfinn að mikl-
um mun. Ættarnöfn hafa læknað hann, segja sagnfræð-
ingar. Uppnefnin þrífast hvergi betur en þar, sem til
eru eingöngu persónunöfn án ættarnafna (A. Olrik). Það
stendur svo á því, að þar sem ættarnöfn tíðkast, eru menn
sjáldnast nefndir skírnarnafninu einu saman. Annað-
hvort ættarnafninu eingöngu — og ef viðurnefni væri
þá hnýtt þar við, þá væri ættin uppnefnd, en ekki mað-
urinn. Eða þá að menn eru nefndir báðum nöfnunum
saman, og uppnefninu verður þá alveg ofaukið.
Og það á það á þeim alstaðar að verða; þeim á hvergi
að verða landvært. Oft og einatt eru þau ekki runnin af
öðrum rótum en lúalegum hefndartilraunum einhverrar
sálaragnar, sem kann ekki annað ráð en þetta til að svala
sér, — en hver maður, tiginmannlega lyndur, hefir and-
stygð á.
Eg býst ekki við, að allir þeir, sem hafa verið mót-
fallnir ættarnöfnum hingað til, láti nú af skoðun sinni
fyrir þá sök, að hér hafi komið fram rök í málinu.
En eg býst við öðru.
Eg býst við því að allir sjái, að það er ekki til neins
að spyrna lengur móti broddunum. Og það sjá þeir af
alt öðru. Þeir sjá það af þvi, að þeim er óðum að fjölgar
sem hér taka upp ættarnöfn. Nærri því hver embættis-
mannskona hér í bæ, og margar konur aðrar, hafa tekið
upp nöfn manna sinna; ættarnöfn, ef þeir hafa átt sér þau;.
annars föðurnöt'n þeirra. Meira að segja: Hjón vilja eiga
sér samheiti, þó að þau geri það ekki að ættarnafni. Og
stundum er þeim það nauðugur einn kostur.
Eg skal taka til dæmis allar danskar konur, sem
liingað giftast. Það er farið svo með nöfn þeirra flestra