Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1908, Side 77

Skírnir - 01.04.1908, Side 77
Ættarnöfn. 173 margs annars fyrir þá sök, að kynferði orðsins sést venjulegast á beygingu þess. I öllum málum er einhver tilhneiging til að gera orðin einfaldari með þessum hætti. Tilhneiging sem vex, jafnóðum og málið þroskast. Allir vita um enskuna, eitt hið langþroskaðasta tungumál heimsins. Og í svo breytingaríku máli, sem íslenzkan er, gætir þess svo að kalla hvar sem gripið er til. Það er til aragrúi orða í málinu, sem hafa a ð e i n s eina fallending — eignarfallið; hinum hafa þau týnt smám saman. öll kvenkynsorð af samhljóðendastofnum hafa hlítt þessari reglu, nærri því undantekningarlaust. Dæmi: eik, geit, greip, grind, hind, kinn, kverk, mjólk, rist, síld, og óteljandi margt fleira. Öll ja-stofna kvenkynsorð hafa breytt nefnifallsend- ingu frá því sem var í fornu máli, svo að hún heflr orðið eins og hinar fallendingarnar tvær (þf. og þgf.). Hún var áður -r og þolf,- og þáguf.-endingar -i. Dæmi: ermr, eyrr, festr, veiðr, o. s. frv. En nú eru þrjú fyrstu föllin orðin eins fyrir langa-löngu. Þetta dæmi sannar ekki annað en tilhneiging til þess að gera orðin einfaldari. Ekki með því að s 1 e p p a beygingarendingum eins og í fyrra dæm- inu, heldur með því að setja á þær sama mót. En það er ekki til nokkur beygingaflokkur í íslenzkri málfræði, þar sem ekki er sægur af dærnum þess, að fall- endingar eru lagðar niður. Eg tek hér til nokkur dæmi af handahófi: Nefnifall. öll karlkynsorð, sem enda á -ar: annar, hamar, Gunnar, o. s. frv. Nokkur karlkynsorð ja- stofna með stuttri rótarsamstöfu: byr, bær, gnýr, her, o. s. frv. Mörg u-stofna orð: ár, ás, björn, knörr, son, vin, örn, o. s. frv. Mörg a-stofna orð: akur, fugl, háls, hrafn, ís, karl, kurr, skafl, o. s. frv. Lýsingarorð t. d.: hvass, laus, sagnorð t. d.: les, vex. Þ o 1 f a 11. Engin ending. Þ á g u f a 11. Flest a-stofna kvenkynsorð: hlíf, laug, sök, o. s. frv. Ög mörg karlkyns: ís, stóll, o. s. frv., og

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.