Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1908, Side 82

Skírnir - 01.04.1908, Side 82
Um rotþrör (Septic tank). Óhreinindi úr mannabýlum eru þrenns konar, sorpr skolp, saurindi (saur og þvag). A sveitaheimilum valda þessi óhreindi litlum vand- ræðum. Sorpinu (sorpi, ösku, alls konar rusli) er safnað' í haug, öskuhauginn. Skolpinu er helt í hlaðvarpann og gerlarnir í moldinni taka við því og sundra því, og grösin éta leifar þeirra. Saur og þvagi er safnað í for (hland- for) og úr lienni er borið á túnið og allir vita að þessi áburður er ágætur matur handa grasinu. Ef bygðin eykst og mörg heimili hnappa sig saman í þorp eða stórbæi, þá vandast málið; þá geta óhreinindin safnast fyrir og valdið mestu óþægindum, rotnunarfílu og: farsóttum, einkum taugaveiki. Þess vegna er það lögskipaður siður í öllum inyndar- bæjum nú á dögum, að koma burtu tafarlaust öllum óhrein- indum. S o r p i er safnað í járnkistur, eina eða fleiri við hvert liús; úr þeim er hvolft í vagna, einu sinni í viku eða oftar, og ekið út úr bæjunum; þar er því brent eða blandað saman við áburð á yrkta jörð. S k o 1 p i öllu úr húsum er veitt um holræsi neðanjarðar út úr bæjunum. Saurindum er safnað í vatnsheld ílát í salernunum og flutt í þeim út úr bæjunum jafnóðum og þau fyllast og haft til áburðar á yrkta jörð; þó er nú orðið tíðara að láta saurindin fara úr salernunum niður í holræsin saman við skolp og regnvatn og er þá vatn látið buna í skálina undir salernissetunni í hvert sinn, sem einhver hægir sér;

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.