Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1908, Side 84

Skírnir - 01.04.1908, Side 84
180 Um rotþrór. renna í stórar þrór utanbæjar og sett í það ýms efni, sem eyða rotnun og botnfella óhreinindin; það er mjög dýr aðferð. Þá hafa ýmsir bæir (t. d. Berlín) tekið það til bragðs, að kaupa stórar bújarðir í grendinni og veita skolpinu á akra og engi; þar verður það jarðvegsgerlunum og gróðr- inum að bráð og kemur í áburðar stað. En þetta er einnig mjög kostnaðarsamt og verður ekki komið við al- staðar. Það þótti því mikil nýjung, er enskur verkmeistari, Cameron að nafni, fann nýja, ágæta og ódýra aðferð til að hreinsa skolp og saurrensli úr bæjum eða einstökum 2. mynd. húsum. Þessi nýja aðferð, það er hin svo nefnda r o t- þ r ó (Septic tank). Cja m e r o n á heima i bænum E x e t e r (um 50 þús. íbúar) á Suðurenglandi og er enn á lífi. Þangað hefi eg komið, og fyrsta rotþró Camerons er þar enn til sýnis. í gestabókinni var fjöldi nafna, læknar og verkmeistarar úr öllum heimsins áttum. Þessi gamla rotþró er eins og stórt leiði tilsýndar, grasgróinn hóll, aflangur, og upp úr honum miðjum járn- súla, og efst á henni ljósker fyrir gasljós. Innan í hóln- um er stór steinþró, lokuð; í hana rennur gruggað ræsa-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.