Skírnir - 01.04.1908, Side 89
Ritdómar.
RAGNAR LUNDBORG: ISLANDS STAATSRECHTLICHE STELLUNG von
der Freistaatszeit bis in unsere Tage. Berlin 1908.
Það hefir því miður dregist fyrir mér að geta um þessa bók,
sem höf. sendi Skírui meðan eg var ritstjóri hans. Eg fekk hana
of seint til þess hennar yrði getið í síðasta hefti árgangsius 1907.
Efni bókarinnar hefir nú verið rakið svo rækilega í vmsum íslenzk-
um blöðum, að ekki er þörf á að endurtaka það hór, né heldur
ýmsar smáathugasemdir, er gera mætti, t. d. uni þá skoðun höf. að
Islendingar hafi í fyrstu talið sig undir dómsvaldi Haralds hárfagra
(bls. 5), er hann byggir á Landnámu, um skoðun höf. á ákvæðum-
Gamla sáttmála um utanstefningar (bls. 23 aths.), og um aldur
hins slðara sáttmálans (bls. 22), þvf þessi hin síðastnefndu atriði
hafa nú verið athuguð í »K(kisréttindum Islands« miklu rækilegar
en kostur er á í stuttum ritdómi.
Þessar línur verða því aðallega til að þakka höf bókina og
mega þar allir Islendingar utidir taka. Hún er rituð svo Ijóst, aðal-
gögnum málsins er raðað svo vel og miklu efni komið fyrir í svo-
stuttu máli, að ánægja er að lesa.
Og það er ekki einskisvert fyrir oss einmitt nú að fá þetta
rit á einni víðlesnustu tungu heimsins. Alkunnugt er að öðrum,
þjóðum er stjórnmálasaga vor að mestu allsendis ókunn.
Og svo er anuað. Þar sem tveir deila, svo sem Islendiugar
og Danir, má oft gera ráð fyrir því, að skoðunarhættir á báðar
hliðar verði nokkuð einrænir, af því að báðir aðilar eiga hugsmuni
í húl'i, en þeir blinda stundum syn. I slíkri baráttu er því mikils-
vert að vita, hvernig þeir líta á málið, sem að engu eru við það
riðnir né eiga neitt tindir því, hver málalokin verða. Þeir eru óvil-
hallir dómendur.
Það má því gleðja oss Islendinga að herra Lundborg, sem hefir
kynt sér málið svo rækilega, kemst að söniu niðurstöðu um ríkis-