Skírnir - 01.04.1908, Blaðsíða 90
186
Ritdómar.
rétt Islands sem beztu menn vorir hafa haldih og halda enn fram,
að ísland sé rétti samkvætnt fullveðja ríki í konungssambandi við
Danmörku.
Mælikvarðinn, sem höf. notar í þessu efni, er hinn sami sem
hinn frægi ríkisréttarfræðingur Jellinek heldur fram, að fullveðja
sé hvert það ríki, sem að eins er samningum bundið. Með ljósum
rökum, sem að vísu hafa oft verið sett fram áður, sjnir höf., að
•Gamli sáttmáli sé hinn eini bindandi samningur, sem Islendingar
hafi gert við erlent vald um samband sitt við það.
Og hvernig sem reynt er að þvæla um það, með hverjum hætti
sá samningur sé til orðinn, þá virðist þetta ljóst, að hvað sem leið
1 ö g h 1 ý ð n i íslendinga undir lok Ijðveldisins, þá stóðu 1 ö g ljð-
veldisins óhögguð, unz önnur komu í staðinn á lögformtegan hátt,
og þótt Hákon konungur hinn gamli hefði fengið mikinn hluta
goðorðanna í hendur, þá var tandsmönnum það lögfrjálst að neita
houum um hollustu, og ekki virðist það hafa nein áhrif á gildi
sáttmálans, hvort allir landsmenn gerðu hann í seun eða í mörgu
lagi. Aðalatriðið er, að hann væri gerður á formlegan hátt af rétt-
um aðilum, og því verður ekki neitað með sanni. Það er því engin
furða þótt þessi sáttmáli hafi fyr og síðar verið t'ormælendum
danska valdsins þyrnir í augum, og árásirnar á hann hafa snúist
að því tvennu, að hártoga hvert orð hans og finna þar annað en
orðin hljóða um, og hins vegar að telja mönnum trú um að sá
sem treður rétt annars minni máttar uudir fótum, skapi með því
njjan rétt og afmái hinn forna.
Síðasta dæmi þessa virðast mór ritlingar danska lögfræðingsins
í nefudaráliti millilaudanefndarinnar, sem vonandi er að verði svarað
&ð maklegleikum og með allri þeirri virðingu fyrir »vísindunum«,
sem höf, heimtar og þetta stórmál á skilið.
Oft kveður við þann tón, að vór íslendingar séum lögstirfingar
og styðjum kröfur vorar meir við fornan lagastaf en við þjóðernis-
rótt vorn og aðstöðu alla. Enginn skyldi taka mark á slíkum
ákúrum. Að vísu ætti þjóðernisréttur vor einn sér að vera uæg
ástæða til þess að vér fengjum viðurkendan þann ríkisrétt, er vér
krefjumst, en hinu ber ekki að gleyma, að sú þjóð, sem ætíð hefir
-eftir föngum haldið fram rétti sínum og aldrei afsalað sór honum,
hún hefir með . því sjnt eitt hið fegursta aðalsmark þjóðernisins,
og hins vegar er það kotungshugsunarháttur að biðja um það sem
g j ö f, sem maður á að óskertum rétti sínum.
Hafi forfeður vorir aldrei afsalað sór ríkisrétti tslands í hendur