Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1912, Side 11

Skírnir - 01.01.1912, Side 11
Listin að lengja lífið. 11 ónógu fæði, eru sjaldnari og hættuminni; ennfremur heiir læknaetéttinni fjölgað og læknarnir færari orðnir að stemma stigu fyrir hættulegum farsóttum, yflrsetukonur eru betri, og loks er áfengisnautn miklu minni en áður. En það má hins vegar orða þetta öðru vísi og segja að fram- farirnar séu því að þakka, að við nú séum orðnir miklu betur að okkur í heilsufræði en áður, en reyndar gildir það ekki um þjóðina í heild sinni, heldur þá, sein henni stjórna. Við megutn nú ekki láta við svo búið standa, heldur halda svo fram stefnunni og komast langt á undan öll- um öðrum, og það er okkur í lófa 1..gið ef vilji er með. Til mikils er að vinna, því auk þess sem mannslífin eru dýrmæt í sjálfu sér, þá eru þau líka ákaflega mikils virði ef þau eru metin til peninga. I skýrslum um landshagi á íslandi fyrir árið 1906 bls. 112—113 hefir herra Indriði skrifstofustjóri reiknað út, að vér íslendingar spörum ár- lega rúmlega hdlfa aðra miljón Jcróna, fyrir þann sparnað á mannlifum og lengingu meðalæfinnar, sem eg áður gat um. — Vil eg biðja menn að lesa um þetta í skýrslunum sjálfum og það með athygli. Því meira sem maður sér af sjúkdómum og horfir upp á af mannlegum þjáningum, því betur lærist manni að hægt hefði verið á ýmsan hátt að koma í veg fyrir mikið af þessarri eymd, ef ráð hefði verið í tíma tekið. En vissulega má mikið því um kenna, að grundvallar- atriði heilsufræðinnar eru ekki enn þá orðin almenningi kunn. Heilsul'ræðin er enn þá ung vísindagrein og kenn- ingar hennar hafa svo lítið verið fluttar út meðal fólksins. Heilsufræði þarf að prédika fyrir öllum frá unga aldri, engu siður en kristin fræði, því í rauninni er undarlegt að hugsa til þess, að sí og æ er verið að prédika fyrir fólki um eilífa sælu í öðru lífi, sem vér þekkjum lítið eða ekkert til, en á það er sjaldan minst, hver ráð séu til að koma í veg fyrir sjúkdóma og þjáningar í þessu lífi, sem þó allir þekkja, að er harla gott, meðan heilsan er góð. Og þó eru læknarnir bráðum að verða jafn margir og

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.