Skírnir - 01.01.1912, Blaðsíða 15
Gröngu-Hrólfr.
fíftii' Jón prófast Jónsson.
Á þessu ári (1911) var þess minst í Norðmandí (Val-
landi hinu forna), að nú eru liðin rétt 1000 ár síðan vík- „„(„„ingn.
ingaher sá frá Norðurlöndum, er hafði lengi herjað um Ýmsar
Frakkland og fleiri lönd, gjörði sátt við Frakkakonung
(Karl einfalda), og tók sér bólfestu i héruðunum við Signu- RflaujarU
mynni. Reis þar síðan upp voldugt jarlsríki, er víkingar
runnu saman við þjóð þá, er fyrir var i landinu, tóku upp
kristna siði og frakkneska tungu (völsku), en héldu hreysti
sinni og harðfengi, og urðu i mörgum greinum forgangs-
menn í menningu Frakka á miðöldunum, og skörungar í
riddaraskap, krossferðum og ýmsum hagtækum framkvæmd-
um1). Frakkar höfðu kent víkingana við norðrið og kall-
að þá Norðmenn (»Normanni«), og var því land þeirra
nefnt Normandí, en niðja víkinganna í Norðmandí getum
vér kallað »Norðmenninga«. Á 11. öld unnu þessir Norð-
menningar Suður-Ítalíu af Grikkjum og Sikiley af Serkj-
um, og eru um það miklar frásagnir2), og sumar næsta
*) Það er sagt, að þrældómur hafi lagst niður í Norömandí miklu
fyr en annarsstaðar á fírakklandi. Steenstrup hefir tekið það fram (Norm. 1,
187—88), að i Normandi hafi fyrst myndast félög 'til h v a 1 a v e i ð a, og
Gribhon hefir fært líkur til þess (Rom. Emp.: Chap. LXI), að Norðmenn-
ingar muni hafa kynst vindmylnum á krossferðum sínum og reist
þær síðan fyrstir manna á Vesturlöndum (um upphaf 12. aldar).
2) I einni orustu við Serki í Sikiley er mælt að Norðmenningar
hafi að eins verið 136 að tölu, en Serkir 30 þúsundir (eða jafnvel 50,000,
Giihhon: Chap. LVI.), og „tvístruðust þeir eins og skýflókar sundrast í
hvassviðri, eða fuglahópar dreifast fyrir hraðfleygum haukum“. Þetta
var árið 1064.