Skírnir - 01.01.1912, Qupperneq 20
20
Göngu-Hrólfr.
urlanda kallað bæði Eirík blóðöx1 2 *) og Sverri »Birkabeyn«a)
danska höfðingja. Nú raá geta nærri, að jarlsættin í
Normandí hafi fegin viljað halda uppi minningu um ætt-
göfgi sína, og ef arfsögnin hefir sagt, að Hrólfr hafi verið
í frændsemistölu við konunga, horfði beinast við að gjöra
þá konunga að Danakonungum, jafnvel þótt þeir hefði í
raun réttri ráðið ríki annarsstaðar á Norðurlöndum. En
nú hafa enn fleiri atvik stutt að því, að Danakonungur
hefir verið bendlaður við sögu Hrólfs, og kemur það þá
fyrst til greina, að konungsætt Noregs (ætt Haralds hár-
fagra) hefir að líkindum verið nákomin Danakonungum,
sem bæði má ráða af ættarnöfnunum8), og af því að hún
var upprunnin frá Vestfold, er vér höfum áreiðanlega
vitneskju um að lá undir Danakonung snemma á 9. öld.
Sömu nöfn hafa verið ættgeng með Mærajörlum4), og er
líklegt, að þar hafi verið frændsemi á milli, enda var
Rögnvaldr Mærajarl mikill vinur Haralds hárfagra og
gekk snemma í lið með honum. Þá er þess einkanlega
að gæta, að tveir danskir herkonungar, Goðröðr og Sig-
fröðr, höfðu verið fyrirliðar »víkingahersins mikla« áður
en Hrólfr kom til sögunnar5 6 *), og er auðsætt og fullsannað
Ad. Brem. II. 22, sbr. Al. Bugge í AnO. 1908: 244—45. bls.
2) Svo kallar ensba kvæðið „Hayelok tbe Dane“ föðnr Ólafs kvár-
ans, sem þar er slengt saman við Ólaf Tryggvason, sbr. ritgerð G.
Storms um kvæði þetta og Al. Bugge í AnO. 1908, 261. bls.
s) Sbr. E. H. Lind, Sv. hist. Tidskr. 1896, 237—54. bls. (ættgeng
nöfn með Noregskonungum yfirleitt runnin frá Danmörku).
4) Hálfdan, Rögnvaldr, Sigurðr (= Sigfröðr), Goðþormr (= Gormr)
finnast bæði í ættartölum Mærajarla og meðal Danakonunga á 9. öld;
sömuleiðis ganga þessi nöfn í ætt Upplendingakonunga (Haralds hár-
fagra), og ennfremur Ivarr og Eysteinn, enda koma þau nöfn fram bæði
i sögum vorum nm fornkonunga á Norðurlöndum og i irskum ritum um
herkonunga fyrir vestan haf (Ivar i Dyflinni f 873 og Eystein bróður-
son hans f 875), er munu hafa talið ætt sina til Upplendingakonunga
{Hálfdanar hvitbeins og Eysteins rika) eins og Haraldr hárfagri.
6) Her þessi kom frá Englandi 879 og höfðu víkingar áður herjað
þar um mörg ár, unz Goðþormr („Guðrum") herkonungur sættist við
Álfráð rika Englakonung og settist að ríki á Austur-Öngli, en margir