Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1912, Page 28

Skírnir - 01.01.1912, Page 28
28 Gröngu-Hrólfr. þess í riti Dúdós, að arfsögn Norðmenninga á Vallandi hefir á hans dögum verið búin að týna nöfnum flestra víkingahöfðingja 9. aldarinnar, nema Hásteins1) og Hrólfs, og eignað Hásteini flestar eða allar athafnir víkinga á Frakklandi og Suðurlöndum yfirleitt um 850—80, áður en Hrólfr kom til sögunnar, en Hrólfl alt hið minnisstæð- asta, er víkingaherinn við Signu (Seine-herinn) vann eftir að hann kom frá Englandi árið 879, þá er samtíðarrit nefna Gorm aðalforingja hersins á Englandi, en Goðröð og Sigfröð fyrir sunnan Ermarsund. Löngu eftir daga Dúdós kemur Gormr fram í frakkneskum sögusögnum og miðaldakvæðum, og er þá látinn herja til Frakklands og falla þar, gjörður að frænda Hrólfs og jafnvel talinn sami maður og Hásteinn, en sumstaðar er hann talinn »Serkja- konungur«2) (eins og Guðrúnarkvæðið þýzka kallar Sig- fröð (f 887) »Mírakonung«). Ef litið er stillilega og hlutdrægnislaust á þrætuna um Danir »g það, hvort Hrólfr sá, er vann Norðmandi, hafl verið Norð- Norð"">“' saman í maður eða danskur maður, þá getur varla hjá því farið, að vestarvík- sú skoðun verði þyngri á metunum, að meira sé að marka ing °s: fyrir suna- norrænu arfsögnina (sem kemur heim við sögn Vilhjálms m m. frá Malmesbury), heldur en hina suðrænu sögusögn Dúdós, svo hæpin og blandin sem hún er. Engum ætti að geta dulist, hve miklu sennilegri og eðlilegri norræna arfsögnin er, og að hún kann stórum mun glöggari deili á ætterni hetju sinnar en hin suðræna. Það er í engan stað ólík- legt, að hersveitir frá Noregi hafi verið í víkingahernum mikla, er sótti til Frakklands undir lok 9. aldarinnar. Þótt her sá, er vann mikinn hlut Englands árin 866—78, hafi mestmegnis verið frá Danmörku, eins og Steenstrup ’) Hásteinn („Hasting11) er fyrst. nefndur í samtiðarritum árið 866, og hefir hann orðið nafnkunnastur allra víkinga af Norðurlöndum á und- an Hrólfi í sögusögn í’rakka. Dúdó lætur hann fara herferð suður í Miðjarðarhaf um 860, en hefir þar líklega eignað honum athafnir ann- ara vikinga. Enginn veit hverrar þjóðar hann hefir verið, en sjilfsagt er hann allur annar maður en Hásteinn Atlason jarls, er land nam á Islandi. *) Krit. Bidr. I. 78-79, 188, 193-6.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.