Skírnir - 01.01.1912, Síða 32
-32
G-öngu-Hrólfr.
aðrir menn, mætti það furða heita, svo sem Steenstrup
tekur fram, að svo minnilegt atriði hefði alveg gleymst í
arfsögninni í Norðmandí. Hugsa mætti, að nafn-aukinn
stafaði af öðrum atvikum, svo sem af því, að Hrólfr hefði
verið frábær göngugarpur eða skíðamaður,1 og verið fyr-
ir þá sök jafnað við einhvern af goðunum2 * (sbr. »Rígr
stígandi« í Rigsþulu og Ullr8, sem talinn er (Gylf. 31):
»skíðfærr svá, at engi má við hann keppast«). Þessi til-
gáta styrkist af því, að fleiri en einn fornmaður virðist
hafa verið kallaður »Göngu-Hrólfr«, með því að sumar
sögur geta Göngu Hrólfs Oxna-Þórissonar,4 * og nafnið (G-Hr.)
hefir líka komist inn í æfintýri og fornaldarsögur, svo
sem Göngu-Hrólfskvæðið færeyska og Göngu-Hrólfssöguna
íslenzku, sem ætla má að stafl frá goðsögum eða goðhetju-
sögum,6 * eins og Hrómundar saga Greipssonar. Sú saga
') Það var jafnan talin góð iþrótt i Noregi að ganga á skiðnm,
«br. „skriða kann ek á skiðum“ i iþróttavísu Rögnvalds jaris kala.
(Snmir eigna Haraldi harðráða sömu ummæli).
*) Sbr. „auðigr sem Njörðr“ Vatnsd. 47. k.
8) Ullr virðist eiga að tákna ágætan, veglegan, frægan kappa (sbr.
got. Vultbus), og likrar merkingar er Hrólfs-nafnið (Hróð-úlfr o: úlfur-
inn frægi, eða Hróð-álfr o: álfurinn frægi). [Sbr. „Ollerus*1 Sax. III. og
„Rollerus“ Sax. V. = „Rolf“ SRD. I. 153].
4) Það getur varla verið sprottið af tómri vangá eða misskilningi,
ær Laxd. nefnir Göngu-Hrólf Öxna-Þórisson, þvi að hann er líka nefnd-
ur í upphafi Þorsteins sögu hvita, en talinn þar meðal langfeðga Þor-
steins, sem kemur hvorki heim við tímann né föðurætt Þorsteins í Ldn.
(IV. 1), og verður það því að liggja milli hluta, hvort sá Göngu-Hrólfr
hafi nokkurn tíma til verið eða eigi, enda er ætt Öxna-Þóris ýmsum
vafa bundin, og óvist, hvenær hann hefir verið uppi í raun réttri. Hins
vegar má vel vera, að tveir eða fleiri samnefndir menn hafi fengið sama
nafn-auka, svo sem dæmi eru til um Blund-Ketil Geirsson og Blund-
Ketil örnólfsson.
6) Það kemur annars ekki þessu máli við, af hvaða rökum saga
„Göngu-Hrólfs“ Sturlaugssonar (i Fas.) er runnin, en nöfn H r ó 1 f s
nefju og Rögnvalds (elzta sonar Sturlaugs) og svikarans í sögunni
(V i 1 h j á 1 m s) minna ásamt fleiru á sögu Hrólfs Rögnvaldssonar, sem
„Hist. Norw.“ mÍ8hermir að hafi veriö sviksamlega drepinn á Hollandi af
stjúpsyni sinum og stafar sú missögn liklega af hausavixlum (á hinum vegna
•og vegandanum, sbr. „Vig Gríms á Kálfskinni eða Þorvalds í Haga“,