Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1912, Side 40

Skírnir - 01.01.1912, Side 40
8teinbíturinn. svo langt niður í sjóinn, sem augað eygði. Beitan var sama sem ósnert. Páll lét fallast niður í skutinn sem snöggvast og and- varpaði þunglega. Svo leit hann yfir til Jónasar og sá hann gogga hverja ýsuna við borðstokkinn eftir aðra, slíta hana af önglinum og fleygja henni inn i bátinn. »Róðu, róðu!« kallaði hann til min og röddin skalf af gremju. .Jafnframt tók hann að draga »dauða« lóðina inn í bátinn. Eg engdist saman af ótta. Eg sá hvað Páll hugsaði. Hann hélt, að Jónas drægi hans lóð upp jafnframt sinni, sliti af henni aflann og slepti henni síðan. Það hafði hann oft gert sjálfur, svo að hann vissi hvað það var. Nú vildi hann ná Jónasi og sjá, hvort svo væri. Hefði þetta verið eins og karlinn hélt, þá hefði orðið blóðug sjó-orusta þarna á miðjum firðinum. Páll var í því skapi. »Róðu, róðu, — helvítið þitt!« sagði hann við mig aftur og ekki mjúklega. Eg stakk bátnum áfram af öllum kröftum. Ararnar voru mér of þungar og hendurnar á mér voru loppnar af kulda utan um árahlummana. Það var ekki mikið lið í mér; það skal eg játa. En eg gat ekki meira. Páll hálf-dró bátinn áfram á lóðarstrengnum, innbyrti fáeinar kindur, sem upp komu, en hafði ekki augun af Jónasi og aflanum hjá honum. »Steinbítur, steinbítur!« hvein í strákunum yflr í bát Jónasar. Páll lézt ekki heyra það. »Róðu, andskotans ormurinn, eða eg slæ þig fyrir borð!« hálf-öskraði hann fram á þóftuna til mín. »Alt af ertu sí-sofandi! — Róðu, segi eg!« Það smá dró saman með okkur Jónasi. Jónas dró að vísu lóðina eins ört, en tafðist við að innbyrða ýsurnar. Eg hamaðist á árunum af ölium mætti, en var að tapa kröftunum af þreytu. »Eg skal vekja þig, bölvað kvikindið þitt!« sagði Páll og beit á jaxlinn af ilsku. í sömu svipan tók hann

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.