Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1912, Page 44

Skírnir - 01.01.1912, Page 44
Lífsskoðun Stepháns G. Stephánssonar. Alþýðuerindi. Eftir Guðmund Friðjónsson. Allar mentaþjóðir, sem eiga akáld, gera sór far urn að rekja skáldskap þeirra til rótarinnar og brjóta hann til mergjar. Þetta er gert alþ/ðu til skilningsauka og leiðarvísis, svo að henni verði skáldskapurinn að notum. Og hins vegar hafa bókmentirnar gagn af skáldskaparsk/ringum ritdómara, svo að þeim eykst vatn á mylnunni sinni við umræðurnar. Og skáldin sjálf fá byr undir báða vængi, þegar þeim er athygli veitt með rökstuddri umræðu um galla þeirra og kosti. Þeir menn, sem um skáldin rita, gera það mjög rækilega bæði í bókum og tímaritum. En blöðin flytja styttri ádrepur um skáldskapinn og höfundana. Vór erum á eftir öðrum mentaþjóðum í þessu efni, íslending- ar. Þjóðmálaþras og blaðasnerrur þurka upp' flestar blekbyttur landsins og eta innan úr hauskúpunum alt það bezta, sem þar er til. Sum allra beztu skáld vor — t. d. Steingrímur — hafa varla verið nefnd á nafn, í þeim vændum að lesa þau niður í kjölinn1). Stundum hafa skáld vor verið hrakyrt í þeim vændum að koma þeim fyrir kattarnef. Það gera þeir menn helzt, sern sjálfir eru innviðafúnir sálarkryplingar. Og eru þeir menn óverðugir þess að að þeim sé gaumur gefnn. Það er jafnvel óvinsælt í landi voru að rita vingjarnlega um skáldin. Sumir mentamenn vorir, sem eru af góðu bergi brotnir, vilja ekki að að það só gert. Fyrir fáum missirum sendi einn gáfaðasti blaðamaður landsins óbóta illyrði f blaði sínu í minn garð fyrir lofsyrði mín um Stephán G. Stephánsson, sem þá höfðu staðið í Skírni, að ritstjóra þeim ólöstuðum og ónefndum í því máli. — ‘) Þegar þetta var ritað, hafði höf. eigi séð Skirni með ritgerð A. B. um Steingríms kvæði.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.