Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1912, Side 49

Skírnir - 01.01.1912, Side 49
Lifsskoðnn Stepháns G. Stephánssonar. 49 Þetta er neitun á móti rótttrúnaðinum og vefenging á gildi játningarritanna. Þetta er og neitun á þeirri kenningu, a5 heim- urinn sé af engu gerður. Stephán stendur þarna á steinsteyptum grunni þeirra heimspekinga og fræðimanna, sem fullyrða að efnið sé eilíft, hafi altaf verið til, og lífið sömuleiðis — upphafslaust, enda- laust. Skáldið segir að sannleikurinn verði eigi handtekinn. Hann ei þvílíkur sem sólargeislinn, sem kerlingin ætlaði að handtaka og bera í svuntu sinni inn í gluggalaust hús. Hún gat ekki svuntulagt sannleikann — gamla skarið! Stephán G. Stephánsson ræður betur við sannleikann. Og þó kemst hann ekki fyrir í einu kvæði. Sá sem skýtur einni ör af álmi út i heiminn í þeim vændum að hitta hann, — sá maður hittir ekki markið. Hann hittir ekki heiminn með örinni. Og Stepháni fer þvílíkt sem þeim manni mundi fara, í kvæði sínu. Sá sem les kvæðið, veit ekki að þvi búnu, hvað sannleikurinn er i raun og veru. En hitt er hægt að sjá á kvæðinu, hvernig lífsskoðun höf- undarins er háttað, inn við beinið. Sannleikurinn verður ekki skýrður eða skilgreindur í einu kvæði. Trúarbragðahöfundar og heimspekingar hafa lagt sig i Iíma og verið að alla æfi sína, og þeir hafa þó ekki getað sagt með sanni kenni- mörk á sannleikanum. Og þó er efnið enn þá síður meðfæri skáld- skapar heldur en heimspekiunar. Efnið er kalt og skynsamlegt, vítt og breitt og langt, og hallfleytt. Þeim verður heldur dimt fyrir augum, sem rýna í þessi efni, af því að sjónin er svo dauf og dáðlaus, og ekki nógu langdræg. Vísindin hafa reyndar varpað ljósi sínu yfir mörg óljós efni, sem dulin voru í djúpum fjarlægðum á dögum Pílatusar. Hann sat í miðju því myrkri og hátt í þeim kulda, sem gleðilaus heimspeki og hjartalaus lífsskoðun andar um lifsins eyðulivitu sanda. Meistarinn, sem PÍIatus dæmdi til dauða, var vissari í sinni sök. Hann var ekki í vafa um hvað væri sannleikur og insti kjarni hans: Trúin á föðurinn og kærleikurinn til mann- a n n a. Stephán segir í kvæðislok: Þau reynsluspor, sem menning manna hækka og miða fram, er sannleikurinn eini; þvi hann er líf, en stendur ekki á steini. Og sjálfnr guð má sig fyrir honum lækka. Þetta er viturlega mælt og mikið efni í þessari einu visu. En þó 4

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.