Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1912, Side 52

Skírnir - 01.01.1912, Side 52
62 Lifsskoðan Stepháns G. Stephánssonar. bluti lífs8koðunar höfundarins, sem er um mannfólagsmálin, er fólginn í öðrum kvæðum, sem gerð eru um daginn og veginn. Nú snv eg mér að þeim efnum. DíkónÍ8sa heitii hefðarmær nokkur í Vesturheimi. Nafnið mundi vera þannig að skilja, að hjúkrunarkona er kölluð þessu nafni á útlendu máli. Kvæðið virðist vera um hjúkrunarkonu, sem er auðug að fé, en velur sór hjúkrunarstarf, til þess að svala sálar- þorsta sínum og fróa ágætu kvenneðli, sem höfðingjalífið eitrar með tildri og tómleik. Hún gengur um láglendi mannlífsins, þar sem rspillingin hefir orðið að hyldjúpu hafi. En misfellumenn og ann- marka sálir mannfólagsins verða fyrir brotsjóum þessa hafs og brjóta þar skip sín, en sumir drukna í ölduföllunum. Þarna er Díkónissa á ferðinni. Skáldið sér hana glögt og greinilega. Eg sá hana i horgarhölsins hotnlaust afgrunn niðurstíga, þangað dýpst er siðspell siga undan þunga vonarvölsins, til þess fallinn hug að hreysta, hlúa í ösku að vonarneista, og til góðs, úr greipum lasta, getulausra dygða að freista, ganga i veð um viljann leysta, vaka, hjúkra, hiðja, fasta. Lífsskoðun höfundarins er svona víðförul og stórstíg: Nýlega var hann uppi til athugana, þar sem sólnakerfum hefir flætt og fjarað. Nú er hann kominn allur og óskiftur' niður í dýþsta djúp mannskemdanna, þar sem borgarbölið sýður sundur hjörtun og brennir upp heilana í sínum eilífa eldi. Þar er hún þjónustuþerna og hjúkrunarsál, með miskunn í höndum og kærleik í augum. Aðra mynd tekur hann af henni, þegar hún er stödd heima í höll föður síns. Þar vantar ekkert nema kaunamanninn undir borðið, til þess að dæmisagan um ríka manninn só á hraðbergi. Eg sá hana í hófi snjöllu, virtust silfurtungur tala. — hallardrotning rikis sala. Leið hún um i ljósa drifi, Máttur gullsins glápti úr öllu, líkt og alstirnd vornótt svifi grnnni og mótun þaks og svala, glaðbjört út að óttuskeiði eins og stirndi á steins og fjala steypulagi og ntanskranti myntuð prýðin punds og dala. Þannig var það úti. Inni yfir hverju horði og minni Skáldið er hjá hefðarmeynni þarna í innanveggja dýrðinni og yfir mjallahreinni heiði, — höfðinglegri en tildurfljóðin; eins og silfurblær í hifi blikaði eðalsteina glóðin.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.