Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1912, Side 53

Skírnir - 01.01.1912, Side 53
Lífsskoðun Stepins G. Stephánssonar. 53 lítur þaðan út um glugga, útí drottiuveldi auðsius, þar sem Ala- dínslampi hins almáttuga daladrottins lýsir og Ijómar göturnar í auðmannahverfinu. Þar er Blikrökkvað sem botn á ósi Undan dökkum fataföldum borgarstræti i gerviljósi. fram í veginn blika og stara Mannasvipir æða i öldum, andlit, sem þau stæðu i steini, eða í humátt þungan trampa. storknuð, líkust filabeini. Þetta eru andlit auðmaunanna, eins og þau blasa við augum skálds- ins. Þar eru samanbrösuð í einni mynd : ískuldi ágirndarinnar og grjótharka gullgræðginnar. Eg hefi séð mynd af mesta auðinanni, sem uú er uppi í Vest- urheimi. Hann mætti kalla drottiuvald auðkýfinga. Andlitið virt- ist vera með málmblendingslit, eins og það væri steinrunnið. Það hafði á sér blæ trjáblaða, sem tekin eru úr steinkolalagi. Þannig geta ástríðurnar farið með hold og blóð, sál og samvisku, og alt manneðli. Þetta eru storknuðu andlitiu, sem Stephán lj'sir. Þau eru búin að týna úr fari sínu broshlýju vorhugans. Eigendur þess- ara andlita eru uppskeru-vargar, en ekki sáningarmenn. Þeir raka saman jarðargróðanum og sópa honum í feikna dyngjur, og þeir halda utan um fenginn með stálklóm bragðvísinuar. Þeir fleygja ölmusum í snauða menn — til þess að halda líftórunni í lýðnum. Skáldið segir að hungurdauði alþýðunnar kippi fótunum undan hagnaðarvon auðmannsins, og þess vegna gefa þeir til guðsþakka, smám saman. Þessi aðferð er miklu hagkvæmari, heldur en strand- höggin og nesjanámin, sem vfkingarnir töhidu sér, því að brendar bygðir og drepin þjóð kipppa fótunum undan gróðavon framtíð- arinttar. Alþýðan, sem nýtur góðgerðattna, sem auðmennirnir láta af höndttm, þakkar góðgerðirnar. En hún rís ekki úr öskustó örbirgð- arinnar, þótt ht'tn fai dálitla mnnnbita, sntám saman. Ölniusurnar halda við ómagahugsunarhættitium, lengja ómagahálsinn, og meðan þessu fer fram, á hún enga viðreisnar von Meðan bljúgar betli-hendur blessa sína tjóngefendur. Svona eru helguð bæði borðin. betls og nautna öllu megin. Mammon vor er alhreinn orðinn, kristindóms og kirkjuþveginn. En þess vegna nefnir skáldið kirkjuna í þessu eambandi, að húrt er ambátt auðsins. Og hún bótmælir hernaði og manndrápum, og löghelgar mannsmorðitt. Það er ekki skáldskapur, það er dagsanna,

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.