Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1912, Page 64

Skírnir - 01.01.1912, Page 64
Ritfregnir. Einar Arnórsson: Ný lögfræðisleg forniálabók. Kostn- aðarmaður Jóh. Jóhannesson. Rvík 1911. 415+XXIV + 14 bls. 8vo. Loksins kemur þá ný formálabók, og er þaS mesta þarfaverk. Formálabók þeirra M. Stephensens og L. E. Sveinbjörnssonar, sem kom út 1886, var vandað verk og ágætt á sínum tíma. En eins og eðlilegt er um fyrsta rit um efnið, var því í ymsu ábótavant; auk þess er gamla formálabókin nú orðin töluvert á eftir tíman- um, því að frá 1886 hefir verið settur mesti sægur af merkilegum lögum, sem verður að vera getið í n/tilegri formálabók, t. d. gjald- þrotalögin, ellistyrkslögin, farmannalögin, lög um verzlanaskrár, firmu og prókúruumboð, lög um fjármál hjóna o. s. frv. Þar við bætist, að gamla formálabókin er löngu uppReld hjá bóksölum og fæst uú sjaldan nema d/ru verði á uppboðum. Hr. próf. E. A. bætir því úr töluvert br/nni þörf með þessari n/ju formálabók. Hann hefir lært ymislegt af gömlu formálabók- inni, en í mörgu hefir hann bætt hana. Niðurskipun efnisins í gömlu bókinni var ekki góð og ekkert orðaregistur fylgdi henni. Hór er köflunum raðað eftir efni, það sett saman, sem saman á •eftir efnisskyldleika, en greint að það, sem óskylt er; dálítil »orða- skrá« fylgir, en er þó ekki fullkomin. Aftan við bókina eru s/nis- horn víxla og tókka eins og þeir líta út í raun og veru, og er bót að því. — Bókinni er skift í »§« (»paragraffa«), líkt og gömlu formálabókinni í »gr.« og þykir mér það óþarfa stæling á dönsk- um og þ/zkum lögfræðisbókum, enda kemur það að engu haldi. Eg hefi ekki haft tíma til þess að athuga nákvæmlega efni bók- arinnar, enda getur S k í r n i r ekki flutt langan eða ítarlegan ritdóm. En ekki er það að efa, að bókin só samvizkusamlega samin. 011 n/ lög, sem nokkru skifta, virðast hafa verið tekin með, jafnvel þau, sem sett voru á síðasta alþingi og staðfest af konungi 11. júlí s. 1.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.