Skírnir - 01.01.1912, Qupperneq 66
66
Ritfregnir.
eru lífsgildissnauð æðruorð og harmagrátur liðinna kynslóða og eiga
sér, sem betur fer, lítinn hljómgrunn í sálum nútíðarkynslóðariiinar.
Bryna nauðsyn bar því ekki til annars að sintii — er á undan
voru farin heildarsöfn, sem enn er greiður aðgangur að til vísinda-
legra afnota — en að dreifa entt á tiy perlutium út á meðal al-
mennings; ruslið mátti rnissa sig og svartagallssöngunum fækka.
En í því sniði, sem útgáfan er gerð, er hún hin vandaðasta.
Framan við er ritgerð útgefanda um ævi og yrki skáldsins, sú er
kunn er af eldri útgáfunum. Aftan við ágætar skrár (eftir upphafs-
orðum og efni kvæðanna). Allur ytri frágangur hinn prvðilegasti
og kostnaðarrn. til sóma. Verðið lágt, eftir því hversu til er vand-
að. Mun því mórgum þykja þessi útg. mun eigulegri en hinar t'yrri.
Björn M. Ólsen: Om den sákaldte Sturlunga-Prolog og
dens formodede Vidnesbyrd oni de isL Slægtsagaers Alder
(Christiania Videnskabs-Selsk. Forhandlinger for 1910, Nr. 6).
Chria 1910.
Björn M. Olsen: Om Gunnlaugs Saga orinstungu. En kri-
tisk líndersögelse. (I). kgl. danske Vidensk. Selsk. Skrifter
7. R., Hist. og Filos. Afd. II, 1). Kli 1911.
Stórmerkilegt starf hefur próf. Oisen þegar int af hendi í rann-
sókn íslenskra tornrita. Allur hinn mikli ritgerðabálkur, er liggu’’
eftir hann á því sviði og fjallar um flest hinna merkari sagnarita
vorra að fornu, ber þess eindreginn vott, að engum er synna um
það en honum að ráða gáturnar um aldur þeirra og uppruna.
Þeir sem hafa lesið t. d. ritgerð hans um Sturlungu í Safni til
sögu ísl. kannast við, hversu skarplega honum ferst að lesa út úr
ritunum sjálfum, svo að segja á milli línanna, sköpunarsögu þeirra
og tildrög. Þarna rekur hann þræðina úr austri og vestri, með
dæmafárri skarpskygni, svo að yndi er að lesa jafnt leikum sem
lærðum. Og þó að okkur hinum, sem óskygnari erum, s/nist
hann stikla stundum á híalínsstrengjum líkt og Mahómetsmenn á
á leið til paradísar, þá verðum við þó að játa, að svo sterk eru
rökin oftast nær, þegar þau eru runnin saman í eitt, að það stend-
ur fast, sem sanna átti. Böndin berast að höfundinum, heimildum
hans og starfsháttum.
Nú hafa tvær ritgerðir bæst í hópinn.
Fyrri ritgerðin hljóðar um Sturlungu-formálann svm
nefnda, er stendur aftan við Sturlusögu. Til þessa er það einkum