Skírnir - 01.01.1912, Síða 69
Ritfregnir.
69
mikilli list í efnismeðferð. Síðar geti hún ekki verið samiti en um
1200. En breytingum hafi hún sætt síðar, smágreinum verið skot-
ið inn í hér og þar, einkum í Stokkhólmshdr., sem er vt'ða fyllra
en hitt skinnhandrit sögunnar. Til þessara innskotsgreina hafa
menti talið t. d. heimfærslu sögunnar til Ara fróða, ýmislegt í
mannlvsingum 1. kap. (t. d. lýsinguna á Agli), greinina um fjöl-
mennust þing 1 fornöld, um tungumálaskifti á Englandi o. fl.
Listagildi sögunnar viðurkennir próf. Ólsen. En um a 1 d u r
hennar og áreiðanleik kemst hann að annari niðurstöðu eftir
nákvæma rannsókn í öllum greinum:
Meginþátt söguefnisins hefur höf. að vísu úr gömlum arf sögn-
um og nokkrum vísum, er þeim fylgdu. En hann fer miðlungi
ráðvandlega með þessar arfsagnir. Listamannseðli hans er ríkara en
svo. Og hann er maður fróður í bókmentum þjóðar sinnar og hag-
nýtir sór óspart þann fróðleik við samning sögunnar. Honum er
það fyrir öllu, að hútt verði sem snjöllust og áheyrilegust. Ekki
kveður þó mikið að því, að hann auki við úr öðrum sögum veru-
legum atburðum, er nokkru máli skifti um örlög söguhetjanna. En
hinu hlífist hanrt ekki við, að fegra frásögn sfna með því að stæla
ýmsar atriðismyndir, sem honum voru kunnar f öðrum sögum og
þóttu vel til þess fallnar að varpa skáldlegum blæ á frásögnina.
í upphafi sögunnar er meginefni hennar gefið í skyn fyrirfram f
draumi Þorsteins. Þá hugmynd hefur höf. úr Laxdælu (sbr.
draumar Guðrúnar), en mun betur fer hann þó með hana en heim-
ild hans. Ur N j á 1 u er það atriði runnið, að Gunnlaugur fastnar
sér Helgu eftir formála Þorsteins (sbr. Kaupa-Heðinn, er ginnir
Hrút til að hafa upp fyrir sór, hvernig taka skuli upp málið Unn-
ar). Frá Bjarnarsögu stafa tvö atriði: samfundir þeirra Gunn-
laugs og Skúla við hirð Hákonar jarls og frásögnin um skikkjuna
Gunnlaugsnaut, sem Helga rekur á hnjám sér á dánardægri (sbr.
skikkjuna, er Oddný þá af Birni, og hringinn, er hún fær sendan
af ekkju hans að honum látnum og tekur helstríð yfir). Frá E y r-
b y g g j u er það runnið, að Þorsteinn kveður Illuga til viðtals
»upp á borgina« (sbr. að Snorra goða þótti þau ráð best, sem ráð-
in voru uppi á Helgafelli). Við Landnámu styðst höf. í ættar-
tölum. En einna mest gætir þó áhrifa frá E g i 1 s s ö g u, ekki sfst
í mantilýsingum 1. kap. Og ýms fleiri rit bendir próf. Ólsen á,
sem gera vart við sig í einstökum athugasemdum, eða í stílshætt-
inum yfirleitt (t. d. riddarasögur), og hljóta því að hafa verið höf.
kunn. — Þessarar ónærfærni við arfsögnina var höf. sór vel með-