Skírnir - 01.01.1912, Qupperneq 79
Ritfregnir.
79*
Leiðbeiningar nm dánarvottorð og dánarskýrslur, með
nafnaskrá yfir dauðamein, hefir G. landlœknir Björnsson sent út.
um landið í haust
I nafnaskránni eru urn 150 sjúkdómsheiti, eitt eða fleiri islenzk-
heiti á hverjum sjúkdómi, auk latneska nafnsins. Mörg þessaia-
íslenzku nafna eru að vísu almenningi kunn, en yms nöfn eru lítu
þekt nú orðið eða algerlega horfin úr mæltu máli. Höf. hefir þæ
orðið að leita þau uppi i' gömlum ritum hingað og þangað, einkum
úr ritgjörð Sveius Pálssonar. Loks eru mörg n/nefnr
þar á sjúkdómum, sem menn þektu eigi áður fyrrum eða vantaði'
íslenzk nöfn á. Flest nýnefnin eru ágæt og í fullu samræmi við'
eðli þess krankleika, sem þau eiga að tákna. Þau eru laus við allai
tyrfni og manni heyrist þau vera gamlir kunningjar. í »gjald
skrá héraðslækna« hefir og landlæknir fyrir nokkru búið til!
mörg góð sjúkdóma- og handlækninganöfn.
íslenzk læknastótt og aðrir, sem láta sór ant um að tunga vor
verði ekki fylt útlendum, hjáróma orðum, hljóta að kunna Guð'
mundi Björnssyni þakkir fyrir þessi söfn hans af íslenzkum læknis-
fræðÍ8nöfnum og alla hans viðleitni til viðurnalds málsins einnig:
á öðrum sviðum þess.
Sæm. Bjarnhjeðinsson.
Bökmentafélag Færeyinga.
(Hitt feroyska bökmentafelagið).
Færeyingar eru fámennasta Norðurlandaþjóðin, en ekki þar
fyrir atgervisminst nó ólíkust feðrum sínum. Hvergi hafa ef til
vill betur geymst manngildiseinkenni fornkynslóðarinnar norrænu-
en einmitt hjá þeim, bæði í lunderni ög Hkamsskapnaði. Og furða
má það heita um tungu þeirra, hversu vel hún hefur staðist, þrátt
fyrir að þar var fátt til varnar, nema eðli lands og lagar, gegn
harðvítugri aðsókn útlends máls og menningar. Oldum saman átti
hún ekkert ritmál við að styðjast, engar prentaðar bókmentir. í
skólum, kirkjum og róttarsölum sat danskan fyrir henni í dyrum.
Eina veganesti hennar frá kyni til kyns voru munnleg ljóð og sögu-
sagnir. En alt um það er óhætt að fullyrða, að hún hefur breyzt
minst allra Norðurlandamála, að íslenzkunni einni undanskilinni,
bæðí að hugsunarhætti, orðmyndum og orðaforða. í Færeyjum