Skírnir - 01.01.1912, Síða 88
Útlendar fréttir.
48
vörp um þær. 011 önnur lagafrumvörp getur hún felt. Þó verða
þau að lögum, þrátt fyrir neitun hennar, ef neðri málstofan sam-
þykkir þau á þrem þingum í röð innan tveggja ára. Kjörtímabil-
inu í Englandi er og breytt með lögum þessum. Það er gert 5 ár í
stað þess, að það var áður 7 ár. En verulega þ/ðingu hefir það ákvæði
ekki, af því að þingið er því nær ávalt rofið áður 7 ár sóu liðin
hvort sem er. Með öðrum lögum er jafnframt gerð sú breyting,
að þingmönnum í Englandi eru nú ákveðin laun, en áður hafa þeir
engin laun haft nó dagpeninga. Launin eru ákveðin 400 pd. sterl.,
eða 7,200 kr. á ári.
Áfleiðingin af endalykt þrætumálanna er meðal annars sú, að
írar fá nú bráðlega heimastjórn, eins og þeir hafa lengi æskt eftir.
Bylting í Kína. Það eru stórtíðindi, sem nú í árslokin eru
að gerast í Kína. Þótt ekki só enn hægt að sjá, hvern enda við-
burðirnir þar muni fá, þá er það víst, að fullkomin stjórnarfars-
bylting er að verða þar. Einveldið er afnumið og rís ekki við aftur.
Deilan stendur nú aðeins um það, hvort í stað þess skuli koma
þingbundin konungsstjórn eða lýðveldi.
Þessi bylting er afleiðing af uppreisn, sem hafin var í október
í haust, og hafði þó lengi áður verið í aðsigi. Á síðari árum hafa
afarmiklar breytingar orðið í Kína, og allar í þá átt, að vestur-
landamenningin ryður sér þar til rúms, en eldgamlar kenningar og
fornir siðir þar í landi verða að rýma sæti fyrir henni. Kínverjar
eru komnir inn á sömu brautiua, sem frændur þeirra, Japansmenn,
hafa farið á undan þeim. Það er kominn upp harðsnúinn flokkur
manna í Kína, sem heimtar, að öllu só bylt um, alt sniðið eftir
menningu vesturlanda. Og þó er breyting sú, sem þeir vekja, jafn-
framt þjóðleg, því þeir vilja reka af sór hlutsemi bæði Evrópumanna
og Japana um kínversk mál, og svo vilja þeir losna við keisaraætt-
ina frá Mandsjúríu, sem ekki er talin kínversk. A síðari árum
hefir stjórniu í Kína orðið að taka meira og minna tillit til þessar-
ar breytingar, einkum eftir að keisaraekkjan gamla fóll frá nú fyrir
þrem árum. Keisarinn, sem nú situr á stóli, er sex ára gamalt
barn. En með völdin hefir farið fyrir hans hönd faðir hans, Tschoun
prins, og svo ríkisráðið. Það hefir verið hlynt mörgum endurbótum,
hefir látið urnskapa herinn, bæta samgöngur og kenslumál að mikl-
um mun o. s. frv. Og svo hefir það með hægð verið að leiða inn
endurbætur á stjórnarfarinu. Það hefir stofnað sveitanefndir og
hóraðanefndir, setn kosið er til. Og svo kvaddi það saman í októ-