Skírnir - 01.01.1912, Qupperneq 91
ITtlendar fréttir.
91
t>eir gafu foringja sínum, Liyuautung, forseta nafn og kölluðu hann
»forseta hins kínverska Iyðveldis«, og tilkynti hann þetta stjórnum
annara ríkja.
Þegar hér var komið sneri stjórnin í Pekiug sór til manns, sem
er í mjög miklu áliti meðál Kínverja, og bað hann að taka við
stjórnartaumunum meðan verið væri að koma aftur á friði í land-
inu. Hann heitír Yuan Shi Kai og hefir verið bæði stjórnmála-
maður og herforingi. Hann var áður varakonungur i hóraðinu
'Choti og róð -um tíma miklu um stjórn allra utanríkismála Kína.
En fyrir þremur árum fóll hann í ónáð og var þá sviftur embætti.
Hann er 53 ára gamall. Varð hann nú formaður ríkisráðsins og fókk
nær ótakmarkað vald til þess að stjórna vörninni gegn uppreisnar-
mönnum eins og honum syndist bezt.
Yuan Shi Kai vildi hefta bardaga og blóðsúthellingar og fór
þegar að semja við foringja uppreisnarmanna um, að leysa ágrein-
inginn á friðsamlegan hátt. Nú lysti stjórnin því yfir, að einveld-
inu væri lokið í Kína og lofaði frjálslegri stjórnarskipun. Hafði
herinn fyrst sett fram þær kröfur. Hershöfðingjarnir sendu keis-
ara skjal og settu honum þar tvo kosti, annaðhvort afsal einveldis-
ins, eða þá, aö herinn snerist allur gegri keisaraættinni þegar í
stað. En ef kröfunni um afnám einveldisins yrði fudnægt, hétu
þeir keisaraættinni í móti stuðningi Um hið n/ja stjórnarfyrir-
komulag voru kröfurnar þessar: að kvatt yrði saman þing með
rótti til þess að gefa landinu stjórnarskrá. AS vald keisara yfir
lífi og dauða yrði afnumið og aS hegningar yrðu eftir gefnar fyrir
öll stjórnmálaafbrot. Að ráðherrar yrðu skipaðir með ábyrgð fyrir
þinginu. Að ættmenn keisarans og aðalsmenn væru útilokaðir frá
öllum stjórnarembættum. Að þessum kostum gekk Tschoun prins
fyrir hönd keisarans, sonar síns. Stjórnin gaf svo út boðskap um
hina fyrirhuguöu nyju stjórnarskrá og tók fram yms grundvallar-
atriði, sem hún ætlaðist til að fylgt væri.
En ekki gerðu uppreisnarmenn sig ánægða með þetta. Þeir
vildu engum sáttum taka nema keisaraættinni væri hrundið frá
'völdum, og hóldu því fast fram, að Kína ætti að verða lyðveldi.
Það er sagt, að foringi uppreisnarmanna hafi boðið Yuan Shi Kai
torsetaembættið, ef 1/ðveldisfyrirkomulagið yrði tekiÖ upp. En um
það er nú ágreiningurinn, hvort taka skuli tipp þingbundna kon-
ungsstjórn eða 1/ðveldi. Um þetta hafa verið sameiginlegar ráð-
stefnur milli forsprakkanna úr báðum flokkum. En um samkomu-
lag hefir ekkert heyrst enn.
Uppreisninni er haldið áfram, og hún breiðist út. Keisarinn
og ættmenn hans hafa flúið frá Peking og fara huldu höfði.