Skírnir - 01.01.1912, Page 95
Uland 1911.
1*5
þnr eru nú komnar inn i simasambandið. Þetta var gert á kostnað-
hlntafélags, er Kyjamenn og ibúar héraðanna sunnanlands myndnðu, og
er síminn þess eign, því þingið vildi ekki leggja fram kostnaðinn.
Nokkur slys hafa orðið á sjó á árinu á mönnnm og skipnm, ank
þess, sem áður er getið. Frá Isafirði fórst bátur með 5 mönnnm
snemma á árinu, og annar með 6 mönnum skömmu fyrir árslokin. í
april fórst bátur af Miðnesi með 6 mönnum. í stórviðri i september
urðu mannskaðar bæði við Austurland og Vesturland. Frá Súgandafirði
fórst bátur með 5 mönnnm og við Austfirði 3 bátar með 11 manns.
Flutningaskútan Fanney frá Akureyri strandaði í júni á Kaufarhöfn, og
fleira hefir orðið af elíkum Blysum, þótt hér sé ekki talið.
Útlend skip nokkur hafa og farist hér við land. 21. febr. strandaði
þýzkt botnvörpuskip á Skógarfjöru og fórust þar 7 menn. í marz strand-
aði franskt flutningaskip við Suðurland og fórst 1 maður. Um sama
leyti strönduðu 3 enskir botnvörpungar, og seint á árinu aftur 2, annar
þýzkur, hinn enBkur. En manntjón varð ekki við neitt það strand.
28. febrúar urðu úti tveir bændur i Húnavatussýsln, Björn Kristii
fersson á Hnausum og Björn Sigurðsson á Giljá; voru á ferð með lest frá
Blönduósi, en óveður skall snögglega 4.
11. febrúar brann kvennaskólahúsið á Blönduósi, eu verður endur-
reist, og er skólanum haldið þar áfram. Rétt fyrir áramótin brunnu
verzlunarhús Qránufélagsins á Siglufirði.
Þessi eru helztu mannalát á árinu: Jón Þórðarson kanpmaður í
Reykjavík (31. jan.), Jakob J. Thorarensen áður kaupm. á Reykjarfirði
(29. jan.), Bjarni Thorsteinsson læknir i Khöfn (27. jan.), sira Oddur V.
Gíslason í Winnipeg (10. jan.), Sigurður Sigurðsson bóndi á Húnsstöðnm
í Húnavatnssýslu (i febrúar), frú Anna Ó. Breiðfjörð í Reykjavik (23. febr.),
Sveinn Sigfússon kampmaður i Reykjavik (13. april), læknisfrú Sigriður
Sigurðardóttir i Skálholti (i mai), frú Leopoldine Friðriksson í Reykjavík
(3. júní), Eggert Jochumsson á Isafirði (27. júni), Sighvatur Arnason fyrv.
alþm., í Reykjavík (20. júli), Þorleifur Jónsson prestur á Skinnastað (27.
júlí), Arni Jónsson bóndi á Finnsstöðum i Eiðaþinghá (i júli), Þórunn
Baldvinsdóttir læknisfrú i Ars á Jótlandi (30. júli), frú öuöríður Hjalte-
steð i Reykjavik (1. sept.), frú Helga Baldvinsson i Winnipeg (13. ág.),
Jón Jónsson bóndi á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal (30. ág.), Albert Þórð-
arson bankabókari i Reykjavik (26. sept.), frú Helga Schiöth á Akureyri
(15. sept.), Sigfús Eymundsson bóksali í Reykjavik (20. okt.), Þorsteinn
Egilsson fyrv. kaupmaður i Hafnarfirði (20. okt.), Ólafur Ólafsson fyrv.
bæjarfulltrúi i Rvik (12. nóv.), Gisli Helgason kaupm. í Rvik (21. nóv.),
frú Elín Oigeirsson á ísafirði (19. des.), Eyólfur Jóhannesson i Sveina-
tungu i Mýrasýslu (14. nóv.).
12. desember var 200 ára afmæli Skúla Magnússonar landfógeta,
sem á siðari hluta 18. aldar var hér mestur athafnamaður og forgangs-
maður i því, að fá einokunarverzluninni hrundið af landinu. Yar