Ný sumargjöf - 01.01.1860, Qupperneq 2
2
og kallaði Rata; getur hans í ferðarollu Eggerts; en
nú eru slíkar vðlar miklu stórkostlegri og betri. Á
þenna hátt hafa menn komist að raun um, að hitinn
jarðarinnar vex því meira sem dýpkar, og hafa margir
náttúrufróðir menn ráðið af þessu, að jörðin mundi
vera sjóðvellandi innan, og svo heit, að vðr höfum
enga hugmynd um slíkan varma ofan jarðar. þetta
er nú raunar ekki nema getgáta, sem aldrei verður
sönnuð, því vðr munum aldrei geta komizt ofan í
jörðina, svo vðr sðum nokkru nær. Herbert, enskur
maður náttúrufróður, rððst á móti þessari setníngu, að
jörðin hlyti að vera sjóðvellandi innan og fljótandi eða
rennandi; hann segir, eins og vel má vera, að ef ein
moldarhrúga kæmist á flug, og hún væri nógu stór,
þá mundi hún þegar verða hnattmynduð eins ogjörðin
er. En jörðin er hnattmynduð af þeirri orsök, að efni
hennar lætur undan jarðarsnúnínginum, og á því sðst,
að það getur ekki verið hart eins og steinn. Jörðin
er hörð að utan, það er að skilja, í samanburði við
það sem hún er að innan; þetta skurn á jörðunni
köllum vðr jarðarskorpu, en það heitir jarðvegur, þegar
talað er um lítið svæði; það er að miklu levti sveipað
rennandi og gagnsærri blæju, það köllum vðr haf eða
sjó. Vðr vitum að allir heitir hlutir kólna, þegar
þeir eru frá eldi teknir; það er með öðrum orðuin:
þeir inissa hitann. En við þenna hitamissi storkna
þeir, ef þeir eru rennandi af bræðslu. eða límkendir
eins og grautur; eða þá málmar, sem ekki eru líin-
kendir, og þá kemur skán eða skurn yzt á hlutinn,
eða á yfirborð hans, sem næst liggur lopti og kulda;