Ný sumargjöf - 01.01.1860, Qupperneq 8
8
sem hann náöi til; þá eyddust allar vörubyrgöir í
geymsluhúsum þeim, sem lágu fram með ánni Tagus.
Býsn þessi komust hæst á því, að ýmsir mannhundar f
stálu og ræntu því sem þeir náðu til, og sem ekki
hafði eyðst með öllu.
Öll lögregla og hlýðni varð að engu á þessari
stundu. Konúngur lðt það boð út gánga, að enginn
inætti fara úr borginni, en herinn svaraði aptur og
kvaðst engan konúng hafa. Stjórninni kvað enda
hafa dottið í hug, að láta varpa sprengikúlum á
borgina og gjöreyða henni, fyrir því að eldurinn óx
æ meir og meir, og mesta hætta var búin hvort sem
var, ef eldi lysti í púðurturnana. Svo mikil undur
höfðu yfir dunið, að menn örvæntu uin, að borgin
mundi nokkru sinni rísa aptur úr þeim rústum. Sendi-
boði páfans reit brðf frá Lisbóni til Madríd, og reit
fyrir bæjarnafn á brefið: „Á landi því er Lisbon stóð“
(dalla terra, dove Lisbona fu).
fannig leið nú fyrsti dagurinn, en eigi var hættan
á enda fyrir það. Allir flýðu úr borginni, sem gátu,
og leituðu uppá hæð nokkura, sem lá í nánd við
borgina. J»ar komu saman margar þúsundir manna,
karlar og konur, og af öllum stðttum. j>ar voru
allir jafnir, því allir voru jafn hjálparlausir og jafn
truflaðir.
Næstu dagana eptir jarðskjálftann var ógurlegt
mjög í borginni. Sjómenn, hermenn, sakamenn og
blámenn, sem höfðu setið í díblissum, komust úr bönd-
unum, því að díblissurnar sprúngu sundur við hrunið,
og hlupu þeir þá út um borgina, grófu til fjár í