Ný sumargjöf - 01.01.1860, Side 17
17
var lágt hús og ramgert, og stóð að mestu leyti
óskaddað. Höl'ðu allir hermenn flúið þaðan, þeir er
þar áttu að halda vörð fyrir utan, nema forínginn;
það var lends manns sonur, á tvítugs aldri. Eg talaði
fáein orð við þenna mann, og tók til þess við hann,
að hann einn skyldi eigi hafa æðrast, en stæði kyrr,
þótt hinir flýðu. Hann annsaði mer og mælti: J>ótt
eg vissi að jörðin mundi gleypa mig her, þá mundi
eg aldrei troða skyldu mína undir fótum. J>að var
þessum hinum únga manni að þakka, að pennínga-
smiðjan varð eigi brotin upp af þjófuin og fúlmenn-
um; en þar voru reyndar geymdar tvær millíónir dala
í gulli og silfri.
J>enna dag átti eg að sitja að veizlu hjá einum
kunnfngja mínum, sem bjó í háu húsi í miðri borginni;
var honum því inikil hætta búin. Mig fýsti að vita.
hversu honum liði, og ætlaði eg því að leitast við að
fá að vita það; en eigi áræddi eg að halda aptur sama
veg og eg hafði áður gengið, heldur gekk eg yfir
rústirnar á Pálstorginu og á hið mikla torg írska
klaustursins corporis sancti, sem var hrunið niður
yfir fjölda manna. J>ar á torginu stóðu margir menn
og horfðu hryggir og þegjandi á grjóthaugana. J>aðan
stefndi eg á konúngshöllina, en það stræti, sem eg
ætlaði að gánga , var fullt af grjóti: það var sjónar-
leikahúsið sem hrunið var að grunni niður, en þótt
það væri eitthvert hið traustbygðasta hús í norð-
urálfunni; hafði það verið byggt eigi alls fyrir laungu,
og kostað ógrynni fjár. Enn leitaðist eg við að komast
yfir á hallartorgið mikla, en þar voru einnig grjóthaugar
Ný Sumargjöf 1860. 2