Ný sumargjöf - 01.01.1860, Side 24
24
gullneinar, er snóa aptur frá gullnárnunum, þeir eru
rifnir og tættir, dökkir í frainan og hángir leðurtaska
við beiti þeirra; hðr gengur kalíforniskur Spánverji í
mislitum inöttli og með lánga spora; Kínverjar með
lánga rófu aptan úr hnakka sðr, því þeir raka allt
höfuðið nema þann topp; þar eru sjómenn af skipunum,
er liggja á höfninni, Frakkar, Aineríkumenn, fjóðverjar,
Blámenn, Indverjar og allur lýður er hðr saman kom-
inn í einni bendu, og kompásinn er gullið, það er
leiðarstjarna þeirra og eptir því halda þeir. I>að var
um það leyti, sem hugarákefð inanna var tekin til
að linast; margir komu aptur frá náinunum, og höfðu
fundið lítið, og margir voru farnir að renna grun í,
að takast mætti að auðgast í Kalíforníu eins og
annarstaðar á annan hátt en þótt þeir væri að grafa
gull. |>eir settust þá að í höfuðborginni, og leituðust
við að hafa ofan af fyrir sðr með ýmsu móti; þeir
urðu kaupmenn, gestgjafar, smiðir, lögregluþjónar og
margt annað, en í öllum ríkti samt sein áður hin sama
laungun, og það var sú, að snúa aptur til gullnámanna
þegar þeir gætu.
En á rnilli þessa fjölda er serleg tegund manna,
sem hvorki vill vinna nð verzla nokkurn skapaðan hlut.
það eru fantar og fúlmenni, helzt frá Bandafylkjum
Norður-Ameríku, sem aldrei hafa haft annað fyrir
stafni, en að koma hlaðnir af spilum til Kalíforníu,
spila þar og telja og vega gull. þessir menn eru
heliníngi verri en hinir verstu sakamenn, sem fluttir
eru í útlegð til Eyjaálfunnar; þeir eru um allt í
ölluin hðröðum Kalíforníu, f hinum ljómandi sölum f