Ný sumargjöf - 01.01.1860, Side 65
65
fögrum aldingarði, og mjög ót af fyrir sig. Var nó
komið undir miðnætti, og skein tónglið glatt inn um
herbergisgluggann; þá var frændkonan sofnuð á hæg-
indinu ót ór lángri draugasögu, er hón hafði verið að
segja meyjunni, en mærin sat við gluggann og starði
hugsandi á laufin í aldingarðinum, er blikuðu til og frá
í tónglsgeislanum. |>á leið að eyrum henni blíður og
sætur eymur upp ór aldingarðinum, og færðist æ nær
og nær; það var ástarkvæði, og sóngið með fagri rödd.
Mærin stóð upp og Iauk upp glugganum; hón gat þá
að líta, hvar maður stóð á milli aldintrjánna; tónglið
skein á andlit honum, en mærin þekti hann þegar, því
glöggt er ástar augað. þá kvað við ógurlegt hljóð
að baki hennar, og leit hón við; það var frændkonan;
hón hafði vaknað og þekt að þar var kominn bróðar-
draugurinn; fðll hón þegar í ómegin. þegar mærin
leit aptur ót um gluggann, þá var maðurinn horfinn.
Voru nó orðin hausavíxl á hlutunum, því só sem nó
þurfti liðsinnis, það var frændkonan, hón var nær dauða
en lífi af ofboði ót af því, að hón hafði sðð draug-
inn; en meyjunni var batnað, því að henni var hugfró
að sýninni. Frændkonan var sem vitstola, og vildi
þegar flytja allt á brott ór herberginu og bóa annar-
staðar í höllinni, en óngfróin stóð fastara á því en fót-
unum, að hón sjálf skyldi vera þar kyr eptir. Fór
svo, að frændkonan hafði sig á burt ór meyjarher-
berginu og svaf annarstaðar, en meyjan var kyr eptir;
lagði hón ríkt á við frændkonu sína, að segja eigi frá
þessum hlut, svo að allt yrði eigi í uppnámi. Liðu
nó þannig nokkrir dagar, og var allt kyrt.
Ný Sumargjöf 1860.
S