Ný sumargjöf - 01.01.1860, Qupperneq 73
73
þjóðernið og málið breytist svo, að þjóðirnar skilja
eigi hvað þær hafa sjálfar talað fyrir hundrað árum.
En þetta hefir aldrei átt sðr stað á íslandi, um alla
þá dimmu daga, sem dregið hefur yfir landið; sögu-
menn vorir rituðu á íslenzku, en eigi á latínu, eins
og erlendis var títt, þar sem klerkar og kenniinenn
rituðu kroníkur og heilagra manna sögur; en það var
hvorttveggja, að þetta var illa ritað, enda var efnið eigi
ætíð, sem trúlegast eða hentugast fyrir þjóðarhugann. —
Menn verða vel að gæta þess, hvað bækur og mál hafa
að þýða. J>etta eru þau öfl, sem koma andanum í
samræmi við heiminn og láta hann skygnast inn í sitt
eigið djúp; það er sá loptblær, sem á að breiða yfir
andann hiinneskan ilm, því þau eru af andlegum rótum
runnin, en eigi af líkamlegu holdi. En þegar þjóð-
irnar eigi skilja bækurnar, sem fela í ser þennan ilm,
sem er afl þekkíngarinnar og vizkunnar, þá hljóta þær
að fara á mis við allt það ágæti, sem þar af má leiða.
Máttur vísindanna er í sjálfu sðr ósýnilegur; og þeir,
sem við þau fást, fylla eigi heiminn með herbraki og
fallstykkjadunum; en þeir eru engu að síður hershöfð-
íngjar heiinslffsins, og andinn lýtur þeim og fylgir
þeim nauðugur viljugur; þeir eru andi guðs, sem fer
í gegnum allt og allt hlýðir, sem lifandi lífgar og
deyðandi aldrei deyr.
J>akklæti vort við framliðinn mann getur eigi
komið í ljós á fegri hátt en svo, að minníngu hans
sð á lopt haldið; því sjálfur er hann frá oss horfinn,
og vðr getum ekkert gert fyrir hann. Vðr geymum
hina sýnilegu íinynd líkamans, þar sem sá andi bjó,