Ný sumargjöf - 01.01.1860, Side 80
80
sjúka; það dró svo þúngt andann og hðlt upp hend-
inni litlu.
„Heldurðu ekki að það verði kyrt hjá mðr,
barnið mitt ?“ sagði hún, „guð fer ekki að taka það
frá mðr!“
Gamli maðurinn, sem var dauðinn sjálfur, kínkaði
kollinum svo kátlega, það gat bæði þýtt já og nei.
Móðirin horfði í gaupnir sðr og tárin hrundu niður
eptir kinnum hennar; hún var yfirkomin af höfuð-
þýngslum, því henni hefði ekki komið svefn á brár í
þrjá sólarhrínga, og sofnaði hún nú, en það var aðeins
í svip; hún hrökk upp skjálfandi af kulda; „hvað er
þetta?“ sagði hún og leit á alla vega frá sðr, en gamli
maðurinn var farinn og barnið hennar litla var horfið,
hann hafði haft það burt með sðr. títí stofuhorninu
marraði í stundaklukkunni gömlu og blýlóðið rann allt
niður á gólf, og þá stóð klukkan.
En veslíngs móðirin hljóp út úr húsinu og kallaði
á barnið sitt.
títí í miðri fönninni sat kona, síðklædd og svart-
klædd, og mælti: „Dauðinn var inni í stofunni hjá þðr,
eg sá hvar hann skauzt burt með barnið, hann er
íljótari á sðr enn vindurinn, hann skilar því aldrei
aptur, sem hann tekur.“
„Segðu mðr bara hverja leið hann fór!“ mælti
móðirin, „segðu mðr leiðina, þá skal eg finna hann.“
„Veit eg veginn!“ sagði svartklædda konan, „en
áður en eg segi þfer hann, verðuðu að sýngja fyrir mig
allar vísurnar, sem þú hefur súngið fyrir barnið þitt!
mðr er yndi að þeim, eg hef heyrt þær áður;