Ný sumargjöf - 01.01.1860, Síða 84
84
manns líf og voru mennirnir á lííi, sumir á Kínlandi,
sumir á Grænlandi og hvervetna í heiminum. |>ar
stóðu stór trð í litlum krukkum og var í þeim kyrk-
ingur, lá við sjálft að þau sprengdu þær utanaf sðr;
hingað og þángað stóðu líka ófðleg blóm í frjófum
jarðvegi innanum mosa og hafði þeim verið hjúkrað
vel og hlynnt að þeim. En móðirin harmþrúngna
laut niður að öllum minnztu nýgræðingunum og heyrði
mannshjörtun bærast í þeim öllum og innanum þúsundir
þúsunda þekkti hún hjartsláttinn barnsins síns.
,,{>arna er það!“ kallaði hún og seildist með
höndina útyfir dálítin bláan krókus, sem hallaðist út
í aðra hliðina og var næsta sjúklegur.
„Snertu ekki blómið,“ sagði konan gamla, „en
stattu hðma, og þegar dauðinn kemur — hans er nú von
á hverri stundinni — þá láttu hann ekki kippa jurtinni
upp, og hótaðu honum, að þú skuiir fara eins með
hin blómin, þá verður hann hræddur, því hann á að
standa drottni skil á þeim, og má ekkert upp slíta
fyrr enn honum þóknast.“
í sama bili blðs nákaldur þytur eptir endilöngum
salnum og fann móðirin blinda á sðr, að það var
dauðinn sein að nú kom.
„Hvernig gazt þú ratað hingað?“ spurði dauðinn,
„hvernig gazt þú orðið fljótari en eg?“
„Eg er móðir!“ svaraði hún.
Og dauðinn seildist með sinni laungu hendi eptir
blóminu litla og veika, en hún hðlt höndunum rígs-
penntum utanum það og var þó hrædd um að hún
kynni að koma við blöðin. |>á blðs dauðinn á hendur