Ný sumargjöf - 01.01.1860, Side 92
92
hafi verið líkt og þoka, dreifð uin hinn endalausa geim,
en þó eigi óendanlega stór. En úr því að einhverr
líkamlegur hlutur er einusinni til, þá hlýtur hann að
lúta lögum þýngdarinnar, og það hlaut þessi þoka og
að gera; hún hefir komist á snúníng, og þjappast smátt
og smátt saman; en það er eðlilegt, að þrýstíngurinn
hlaut að verða mestur í miðjunni; þar hefur þá loksins
myndast hnöttur, sein varð miðhnöttur eða sól. Utan
um þenna miðhnött hafa svifið þokufiókar, sumir lausir,
en sumir, ef til vill, eins og hríngir. Með því nú að
miðhnötturinn varð stærstur allra, og hafði mestan
aðdráttarkrapt og flugveldi, þá hélt hann þeim þoku-
flókum í kríngum sig, sem honum heyrðu til; sumir
voru þettari og stærri, og mynduðust ýmist úr lausum
þokuflókum eða sprúngnum hrínguin — það eru jarðir —;
en sumir voru lðttari, álíka og fis eða dúnn, og þeir
þjóta með ógurlegri ferð í kríng um miðhnöttinn og á
lengri brautum en jarðirnar; þessir flókar eru eiginlega
aldrei orðnir að hnöttum, heldur eru það nokkurs konar
ský — það köllum ver halastjömur. |>annig hafa
túnglin myndast í kríngum jarðirnar; en að hríngmyndin
hefir átt sðr stað í heimsmyndaninni, sannast af því,
að slíkir hríngir eru íkríngum Satúrnus, og þykjast
menn einnig hafa sðð þá í kríngum Neptúnus.
Menn mega eigi ímynda sðr þessa heimsþoku
einsog þá þoku, sem er á jörðunni, heimsþokan merkir
frumefni alls sem er, og sem innifól í sðr alla þá
*
líkama og öll þau líkamseðli. sein eru í heiininum. I
frumefni heimsins hefir komið eldólga og ákafleg um-
brot lopftegunda, sem hefír orsakast af snúnínginum