Ný sumargjöf - 01.01.1860, Síða 100
100
svo lítill hluti veraidarinnar. aö það eins og hverfur. í
satnanburði við hana. En á hinn bóginn þekkjum ver
líka jörðina og jarðirnar betur en hitt, af því vðr erum
nær þeim, og því mundi það verða of lángt, ef vðr
færum að tala um það á þessum stað. En vera má.
að einhverr segi, að eigi hafi mannkynið nú beinlínis
not af þessum fróðleik; en þar til liggur fyrst það svar,
að þetta hafa menn nú tíðkað frá alda öðli. og
laungunin til þess fer vaxandi, en eigi minnkandi; þá
yrðu menn að lýsa allt mannkynið vitlaust og heimskt.
ef það legðist alltaf á hðgóma einn og ónýta hluti.
En það stendur eins á með þetta einsog aðra vísinda-
lega fræði; öll vísindi hefja mannlegan anda í æðra
veldi og veita honum ágæti og flug; vísindi eru einhverr
hinn sterkasti múrveggur á inóti siðaspillíngu og löstum,
og enn leiðir það af þeim, að vísindamennirnir veita
mörgum mönnum vinnu, með því að þeir þurfa margra
þeirra hluta við, sem þeir eigi geta búið til sjálfir.
Pappírssmiðir, bókbindarar og prentarar verða að hjálpa
þeiin sem rita bækurnar; ekki geta heldur stjörnu-
meistararnir búið til nærri allt, sera þeir þurfa, þótt
þeir geti sagt fyrir, hversu það skuli vera; og þannig
taka vísindin beinlínis inn í lífið. En engu að síður
er þetta eigi aðalverkan þeirra; aðalverkanin er hulin.
en hún gengur með lífgandi straumi í gegnum lífið;
og við það hljóta allir þeir að kannast. sem vilja vera
menn.