Ný sumargjöf - 01.01.1860, Blaðsíða 107
107
að gjöra herinn sjer vinveittan. Liðu nú 3 ár og varð
þá margt til tíðinda er hverjum manni er kunnugt.
Tók hann nú að gjörast svo einráður, að mikill hluti
þingmanna snerist í móti honum með berum fjandskap
og sá hann sðr nú ekki annað færi, en að beita ofbeldi.
2. desember 1851 ljet hann taka höndum helztu mót-
stöðumenn sína í þinginu og skipaði hermönnum í
þingsalinn og öll stærstu strætin í miðjum bænum. Nú
risu borgarinenn upp á móti og hlóðu víggarða um
þver stræti. 4 des. varð blóðug orusta milli herliðsins
og borgarmanna, en svo lauk, að herinn, sem veitti
forseta óbilugt fylgi, varð ofan á. Napoleon náði með
þessu móti fullum ráðuin, og hegndi uppreistarinönnuin
og mótstöðumönnuin sínuin harðlega, og ljet reka marga
úr landi. Arið eptir, 10. des. 1852 voru allir þeir
menn, er höfðu kosninganett uin allt land, kvaddir til,
að gefa atkvæði sitt um, hvort Napoleon skvldi vera
keisari eða ei, og voru þeir alls 9,943,096; 8,126,250
er gáfu atkvæði og 7,811,321 sögðu já. 2 des. 1852
tók hann keisaravald. 29 janúar 1853 gekk haun
að eiga Eugénie de Gusinan, greifadóttur spánverska,
og 16. inars, árið 1856 fæddist þeim sonur, sem heitir
Napoléon-Eugðne-Louis-Jean-Joseph. |>ó að Napoleon
væri þannig búinn að koma veldi sínu fvrir, mátti þó
eigi kalla það svo tryggt, sem þeirra konunga, er tekið
hafi ríki í langan aldur inann fram af manni, og varð
hann því að beita öllum brögðum til að halda sðr
föstum í sæti. ]>egar mótstöðuflokkar hans höfðu orðið
undir fyrir hervaldinu, tóku þeir að rita gegn honum
f hlöðuin og tíinarituin, og sá hann sðr þá ekki annað