Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Qupperneq 1
Jón Jacobson.
Jón Jacobson, fv. landsbókavörður, andaðist á heimili sínu í Reykja-
vík eptir langa og þunga legu 18. dag júnímánaðar 1925, 64 ára að
aldri. Hann var fyrrum, frá 1. okt. 1896 til 1. jan. 1908 eða rúm 11
ár, forstöðumaður Forngripasafnsins (forngripavörður) og var í minn-
ingarriti safnsins, prentuðu í Árb. 1912, getið nokkuð um störf hans
við safnið og vöxt þess á þeim árum (bls. 33—35). Aðalstarf hans
varð flutningur safnsins haustið 1899, afAlþi ngishússloftinuá efri hæð
og loft Landsbankahússins þess er þá var nýreist. Voru hin nýju
húsakynni miklu rýmri en hinn fyrri og gat safnið því notið sín betur
en áður, en engum mun samt hafa verið það ljósara en forstöðu-
manninum sjálfum, hve þessi nýju húsakynni voru ófullnægjandi, fyrir
safnið, svo sem það þá var orðið. Á þeim 11 árum, er Jón Jacobson
var forstöðumaður safnsins, jókst það, aðalsafnið, um rjett 11 hundruð
gripa, en síðustu árin bættust auk þess við heil 2 söfn, nefnilega
Vidalinssafn, myntasafn eða myntasöfn bræðranna Lund. Þegar Jón
Jacobsson fór frá var því býsna mikill munur orðinn á safninu frá því
er hann tók við því. Því miður fjekk Forngripasafnið, fornfræði og
menningarsaga vor ekki að njóta hinna miklu andlegu hæfileika Jóns;
til þess voru forngripavarðarlaunin of lítil. Hann varð að hafa annað
embætti á hendi, bókavarðarstöðu við Landsbókasafnið, að vísu lítið
betur launaða en hina, en sú staða gerði daglega strangari kröfur og
í henni hafði hann einnig fyllri not þekkingar sinnar, einkum sinnar
framúrskarandi góðu kunnáttu í fornum og nýjum tungumálum. Þegar
þáverandi landsbókavörður, Hallgrímur Melsteð, fjell frá, var Jón
Jacobson vitanlega sjálfkjörinn eptirmaður hans. Hjer biðu Jóns mikil
og merkileg störf. Fyrir atfylgi hans og viturlega framgöngu sem
alþingismanns, — sem hann var þessi árin, reis af grunni hið lang-
þráða Safnahús. Það var fyrst og fremst hugsað og smíðað sem
Landsbókasafnshús, en fyrstu árin skyldi það geta rúmað öll hin söfnin
einnig, sem þá voru til hjer. — Brátt kom raunar í Ijós, að Listasafnið
komst ekki fyrir í nýja húsinu, með öllum hinum, og varð því eptir
1