Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Side 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Side 4
Nokkrar athugasemdir um fjórðungaþingin. Grágás lýsir þingaskipun lýðveldisins á þá leið, að þrjú væru skapþing á ári hverju, vorþing, alþing, og leið1). í annan stað gjörir hún mun á alþingi annarsvegar, og héraðsþingum hinsvegar. Telur hún bæði vorþing og leið til héraðsþinga, og auk þeirra eitt þing, er hún eigi telur til skapþinga. Það er fjórðungsþingið. Þess þings getur hún aðeins á einum stað, í Vígslóða Staðarhólsbókar. Þar segir svo: Sakar þær allar sem verða með mönnum er rétt at sökia a alþingi. ENda er rétt at sökia a heraðs þingvm. hvart sem þat er a fiorðunga þingum þa er þav ero havfð. oc fiorðungs menn allir eiga þar saman sócnir. Enda er rett a varþingom þeim ollom er aðiliar ero allir samþinga. oc sva þeir menn allir. er fyrir söcom ero hafþir2). Þetta ákvæði sýnir það ljóslega, að fjórðungaþingin voru ekki haldin að staðaldri, er það var ritað. Það er aðeins gert ráð fyrir, að þau kunni að vera höfð. Að þau hafi sjaldan verið haldin, og þeirra litið gætt um þær mundir, styrkist og við það, að Grágás getur þeirra hvergi nema á þessum eina stað, og að hún telur þau eigi í tölu skapþinganna, hinna reglulegu þinga. Aðrar heimildir geta fjórðungaþinganna á nokkrum stöðum. En mjög ná þær frásagnir skamt, og er saga þinga þessara því mjög á huldu. Er og fátt eitt af þeim sagt, í því, sem ritað hefir verið um stjórnarskipun og réttarfar lýðveldisins. í grein þessari skal því reynt að athuga heimildirnar nokkru nánara, ef vera mætti, að af þeim yrði ráðið eitthvað fleira um fjórðungaþingin, en hingað til hefir verið talið unnt. Grágás segir í ákvæði því, er vísað var til hér að framan, að fjórðungaþingin séu þing er »fjórðungsmenn allir eiga þar saman sókn- ir«. Þetta sýnir, eins og sjálft nafn þinganna, að þau voru þing fyrir fjórðunginn. Þau eru því nátengd fjórðungaskiptingu landsins. Af þessu má ráða það, að fjórðungaþingin séu eigi eldri en fjórðunga- 1) Grg. I. a. 140, II. 277. 2) Grg. II. 356.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.