Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Side 7

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Side 7
7 og hefir þessu eigi verið veitt athygli fyr. Sé það rétt, að hér sé að ræða um Þórsnesþing fyrir 930, þá er nærri því skiljanlegt að höfundi Landnámu verður á að kalla það fjórðungsþing. Hann veit, að þingið er ekki allsherjarþing. Hinsvegar nær valdsvið þess lengra en venju- legs vorþings. Málsefnið gerist vestur við ísafjarðardjúp og aðilar eru búsettir þar. Hefði þingaskipun verið komin í endanlegt horf, hefði málið legið undir Þorskafjarðar- eða Þingeyrarþing. En nú fór það til Þórsnesþings. Þetta bendir höfundinum til þess, að Þórsnesþing hafi þá staðið mitt á milli alþingis og vorþinga, og hann hyggur því, að það hafi verið fjórðungsþing, eins og seinna var einmitt í Þórsnesi. Af sögn Landnámu um víg Vébjarnar, verður það því ekki leitt, að fjórðungsþingið í Þórsnesi sé eldra en 962. Ari getur, eins og áður var sagt, um stofnun fjórðungaþinganna einmitt í sambandi við fjórðungaskiptinguna. Þegar hann hefir sagí frá deilum Þórðar gellis og Tungu-Odds, tölu Þórðar að lögbergi og fjórðungaskiptingunni, bætir hann þessu við »En síþan váro sett fjórþungar þing*1). Að vísu er ekki sagt berum orðum, að fjórðungaþingin hafi verið sett á sama alþingi og atburðir þeir gerðust á, er áður var talað um, en næst liggur að ætla, að svo hafi verið. Og þar sem Ari segir, að fjórðungarþing væru sett, liggur næst að skilja það svo, bæði að þá hafi þessi þing verið sett fyrir alla fjórðungana, og að fram til þess tíma hafi slík þing ekki verið til í neinum af fjórðungunum. Að fjórðungaþingin hafi verið sett um leið og landinu var skipt í fjórðunga, styrkist og við það, að aðrar heimildir eigna Þórði gelli setningu þeirra. Landnáma segir, að hann hafi »sett þar fjórðungsþing (o: í Þórsnesi) með ráði allra fjórðungs- manna«2) og Eyrbyggja getur þess, að »þá er Þórður gellir skipaði fjórðungaþing lét hann þar (o: í Þórsnesi) vera fjórðungsþing Vestfirð- inga«3). Þessi orð má vitanlega eigi skilja á þá leið, að'Þórður gellir, upp á eindæmi sitt, hafi leitt fjórðungsþingin í lög. í þeim felst ekki annað eða meira en það, að Þórður gellir hafi átt forgöngu að því, að þing þessi voru sett, og þau eru því í fullu samræmi við frásögn Ara. Niðurstaðan af þessu verður því sú, að fjórðungaþing hafi verið sett 962 í öllum fjórðungum landsins. Mun þetta og vera almenn skoð- un fræðimanna nú á tímum. En það er jafnframt almenn skoðun, að setning fjórðungaþinganna muni að mestu hafa verið fólgin í því einu, að alþingi lögtók þau, en þingin sjálf hafi, annarstaðar en í Vestfirð- ingafjórðungi, annaðhvort aldrei komist á fót, eða í öllu falli verði eigi sýnt, að þau hafi nokkurntíma komist þar á fót. Og öllum virðist 1) íslendingabók útg. Golthers Halle 1892, V. 6, bls. 10. 2) II. 12 bls. 75. 3) Eyrbyggja útg. Gerings Halle 1897 X. 7 bls. 25.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.