Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Side 15
Í5
áttu heima á Lækjamóti í Víðidal og hafa væntanlega verið þingfastir
í Húnavatnsþingi. Hver sækjandi málsins var, segir ekki. Þetta gæti
bent til þess, að hér væri um fjórðungsþing að ræða. Þáttur Þorvalds
Koðránssonar segir lítið eitt öðruvísi frá þessu. Getur þar eigi sekt-
arinnar, en sagt er frá aðsúgnum, er heiðingjar veittu þíúm, er þeir
»vildu ríða til várþings í Hegranes*1)- Þetta gerðist 984.
Þorvaldur krókur bjó mál um víg Kálfs á Stokkahlöðu til Hegra-
nesþings á hendur Ingólfi Þorvaldssyni2). Þorvaldur bjó á Grund í Eyja-
firði og hefir vafalaust átt þing í Vaðlaþingi. Ingólfur hafði verið
heimamaður Víga Glúms á Þverá og þingfastur með honum í Vaðla-
þingi, en þegar málið hófst, hafði Glúmur sent hann frá sér norður í
Þingeyjarþing til Einars Konálssonar. Málið sýnist vera höfðað á
fjórðungsþingi í Hegranesi, því hvorugur aðilja er þingfastur þar, en
þó báðir samfjórðungs. Mun þetta hafa gerst um 980.
Þórarinn á Espihóli vill taka mál upp gegn Glúmi út af vígi
Þorvalds króks og ráðgast um það við Þorvarð í Kristsnesi. Segir
Þórarinn: »Óhógligt líst mér málit at flytja til alþingis við frændaafla
Glúms«. Þorvarður segir: »Þar kann ek ráð til leggia, stefn hánum til
Hegranesþings, þar áttu frændaafla ok mun þar torsótt at verja málit«.
Tók Þórarinn þann kost og bjó um vorið mál á hendur Glúmi til
Hegranesþings »því at allir samþingisgoðar, þeir er í því þingi áttu,
voru bundnir í nauðleytum við Þórarin«. Þegar til Hegranesþings
kom fékk Glúmur eytt málinu. Þó verður ekki séð, að hann hafi borið
fyrir sig, að stefnt væri til rangs þings3). Það virðist augljóst, að
mál þetta var höfðað á vorþinginu í Hegranesi (sbr. samþingisgoðar),
og hefir sú málshöfðun verið einber lögleysa, því hvorugur aðilja var
þingfastur þar.
í Ljósvetningasögu segir að eptirmálin eptir Koðrán Guðmunds-
son frá Möðruvöllum færu fram á Hegranesþingi4). Aðilar þess máls
eru annarsvegar Eyjólfur á Möðruvöllum, bróðir Koðráns, sem var
goðorðsmaður í Vaðlaþingi, og hinsvegar Þorvarður Höskuldsson á
Fornastöðum, sem var goðorðsmaður í Þingeyjarþingi, og þingmenn
hans. Aðilar eru því samfjórðungsmenn en ekki samþinga. Hvorugur
þeirra á þing í Hegranesþingi. Hefði því verið ólöglegt að höfða mál-
ið á vorþinginu þar. Málareksturinn er því aðeins löglegur, að um
fjórðungsþing sé að ræða. Þetta gerðist um 1050.
1) Biskupasögur I bls. 47.
2) lsl. fornsögur I. Kbh. 1880 bls. 42.
3) Isl. fornsögur I. bls. 73—74.
4) Isl. fornsögur I. bls. 224 sbr. 273.