Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Qupperneq 19

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Qupperneq 19
én óvíst er ilm þær, því að tóftin var ekki grafin út öll að innari. Gólfskán í henni er mjög þunn og er með leifum af kolamylsnu og ösku, einkum á bletti nærri austurveggnum í norðurenda tóftarinnar. Enn vestar en þessi tóft, er nú var lýst, er hin 3. Hún og sand- kúfur upp af henni myndaði lítinn hól; mun Sigurður hreppstjóri eink- um hafa átt við hann með getgátu sinni um dys hjer. Tóft þessi var grafin út að innan að miklu leyti, gerðar breiðar geilar innan við austur-hliðvegg og gafla. Innri brún á hliðveggnum er 18 st. vestar en innri brún á vesturvegg í syðri hluta langhússins. Þessi tóft er að innanmáli 9^/a st. að lengd og 3^'a að breidd. Veggir eru um stiku að hæð og tóftin full af sandi. Dyr eru á norðurgafli miðjum og hellur á gólfinu innan við þær. Gólfskán er lík og í hinum tóft- unum, um 1 cm. að þykt, með miklum leifum af ösku og kolum i. Allar virðast tóftir þessar vera mjög fornar; langhústóftin einkum, og sýnist sú rúst hafa orðið vallgróin áður en sandur losnaði við upp- blástur umhverfis og fylti hinar minni tóftirnar. Bær þessi hefur verið í miðjum dalnum yzt og staðið þar fallega. Jeg hygg vafalaust að hann sje sá er Herjólfur bygði. Þá hefur dalurinn sennilega verið enn grösugri en nú, og þar var viðunanlegt vatnsból, hið bezta á eynni, lindin góða; bærinn er rúmar 100 stikur fyrir sunnan hana. Afstaða tóftanna innbyrðis sjest af mynd á bls. 20, en lögun aðal- tóftarinnar má og sjá af I. mynd á meðf. myndbl. Það er hvorttveggja, að aðaltóftin er óregluleg að lögun, enda sennilega illa hlaðin í fyrstu. Að svo lítið er nú eftir af veggjunum bendir helzt til að þeir hafi verið rifnir. Grjótið úr þeim er utan og innan veggjaleifanna, en hafi þeir verið rifnir, þá hefur það að líkindum verið gjört til að taka úr þeim hleðslusteina í hinar tóftirnar einkum þá vestustu. Hún kann að vera yngst og jafnvel verbúð. Miðtóftin getur einnig verið frá sama tíma og kann að hafa tilheyrt henni. Nafnið ^Dalivera1), sem er af- bökun úr Dalver, bendir til að ver og verbúð(ir) hafi fyrrum verið hjer. í fyrstu hefur það verið nafn á verinu í dalnum, Herjólfsdal, en síðan hefur það verið notað i stað nafnsins Herjólfsdalur. Að síðustu sigraði þó hið forna nafn á dalnum, nafnið Dalver gleymdist eins og verið sjálft, sem hvarf undir sand og mold. í Árb. 1913, bls. 15—16 og bls. 30, er getið tveggja annara mann- virkisleifa, fyrir sunnan Herjólfsdal. Hinar syðri reyndust svo örfoka að þar stóð hvergi steinn yfír steini, nje hið aðflutta grjót neins staðar í röðum, er bent gæti til veggja. Þó mun mega telja víst, að hjer 1) Svo var staðurinn eða dalurinn allur nefndur um 1700, sbr. Arb. 1913, bls. 25.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.