Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Page 28

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Page 28
26 í Landnámi Ingólfs, alt upp að Hvalfirði og Þingvöllum, er getið um 22 landnema — með tveimur Ieysingjum. Fjórir bæir eru kend- ir við þá (Skeggjast., Bíldsf., Steinröðarst. — ekki til = Stíflisdalur? — og Vífilsst.) og tveir af þeim við leysingjana. Hinir bæirnir eru kendir við landslag o. fl. eða ekki nefndir. í landnámi Ketils hængs, milli Þjórsár og Markarfljóts má telja 23 lnm. eða fleiri. Ekki eru nema 7 býli af þeim kend við þá, og er þar með talinn Dufþakur, eini leysinginn, sem getið er á því svæði1). 15 bæirnir kendir við annað, flestir við landslagið, 1 ekki nefndur, nema þá að Þórunnarhálsum. Þó nafngjafa- hlutföllin í land- námi Ingólfs og Hængs, nái ekki Vs og Vs, þá mundi hlutfallið breyt- ast’dálítið og jafnast, ef tekið væri alt Suðurland á sama hátt. Eigi að síður má sjá af þessu, að fáir lnm. á Suðurlandi hafa kent við sig bæi sína. Miklu jafnari — og með minstum mismun — eru hlut- föllin í Borgarfirði. Væri farið þannig yfir landið alt, yrðu hlutföllin enn önnur — og eru margir þröskuldar á þeirri leið, eins og fyr er drepið á. Með lauslegu yfirliti alls umhverfis, hefi eg hripað upp rúm 300 bæjanöfn lnm., eða rétt eins mörg og taldir eru lnm. í Ln. 1891, enn þó tekið talsvert fleiri menn. Af þessum bæjanöfnum eru rétt við 100 kend við þá menn, er þar teljast bygt hafa. Og hin nöfnin verða um 200, þegar slept er vafanöfnum og þeim, sem kend eru við aðra menn (Hróaldur á Torfastöðum, Hróðgeir á Skeggjast. o. fl.). Má sumstaðar gera ráð fyrir, að aðrir hafi bygt áður slíka staði, þó þeirra sje ekki getið. Og annarstaðar að nafnið stafi frá síðari ábúanda. Nokkrir lnm. eiga tvö bæjarnöfn og tveir þeirra þrjú nöfn (Ketill gufa og Eiríkur rauði 2-þl). Hér að auki koma í leitirnar 55 lnm., sem eru húsviltir á þann hátt, að bæir þeirra eru nafnlausir. Ekki þykir mér líklegt að lnm. hafi skírt þessa nafnlausu bæi í höfuðið á sjálfum sér. Líkara að aðrir hafi skírt svo fyrir lnm. og eftir þá, heldur en hitt, að felt hafi niður mikið af fornum nöfnum. Margir námu dali eða firði. Er þá oft ílt að greina hvort bær var samnefndur eða ekki. Orðalagið í sögunum, eins og í Njálu: »Hjalti úr Þjórsárdak (sem mun hafa búið á Skeljastöðum) bendir til þess að áður, og 1) Sjálfsagt fremur leysingi Hængs eða Sighvats á Bólstað (= Breiða- bólsst. — Safn t. s. ísl. II. 502), en systkinanna vestlenzku, fyrir neðan Þverá. Þ. e. sú Deildcirá, sem deildi Landeyjar af landnámi Hængs,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.