Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Side 30
28
er sama og Sumarliðabær í Holtum. Er þar eitt glögt dæmi um
breytingar örnefna, því bær sá hefur tvisvar heitið Brekkur og tvi-
svar Sumarliðabær. Verður það líka vel skiljanlegt á þessa leið:
í fyrstu meðan Herjólfur Hængss. bjó þar, hét bærinn ekki annað en
»undir Brekkum«. Meðan Sumarliði, sonur Herjólfs, bjó þar, var öðru
hvoru farið að kenna bæinn við hann. En að honum látnum, á dög-
um Veturliða skálds Sumarliðasonar, hefur eldra nafnið þótt viðfeldn-
ara og tíðkast meira. Þegar svo var farið að byggja Brekkur í
Hvolhr., Brekkur á Rangárvöllum og aðrar Brekkur í Holtum, þá þótti
nauðsynlegt til aðgreiningar að fella úr gildi -elsta örnefnið, en festa
nafn Sumarliða við bæinn, og hefur svo haldist óbreytt síðan. Það
sést af þessu dæmi, að Hængs synir hafa haldið norræna nafngjafa-
hættinum. Aftur á móti er eins og vestræna lagið liggi í blóði
Baugssona: Eyvindur bjó á Eyvindarmúla og Eyvindarhólum, Gunnar
í Gunnarsholti, og Steinn snjalli í Snjallsteinshöfða. Örnefnið s n j a 11 i
hefur hann hlottið að líkindum fyrir þá snilli, að höggva Sigmund
son Sighvats rauða banahögg — við Sandhólaferju. — Bardagi sá
bendir á nágrannakrit i Hlíðinni og ósamlyndi um fleira en ferjubát-
inn. Líka má skilja það, að Sighvatur rauði hafi komið út síðla á
landnámstíma, þar hann svo göfugur maður og vandabundinn Skalla-
grími, varð að flýja á náðir Hængs, er varð að hola honum niður í
aðþrengsli annara lnm. — Sennilegt þykir mér og vel rökstutt álit
Páls í Árkvörn. (Safn II, 501) að »Bólsstaður« Sighvats sé Breiða-
bólsstaður í Fljótshlíð. Er þó eftir að athuga betur ýms atriði á því
örnefna- og landnáms-sviði.
Þó bæjanöfn Baugs- sona væru sett að vestrænum hætti, er því
öðruvísi háttað með nöfn þeirra sjálfra. Þau eru austræn. Og er
ljóst dæmið afkomenda Baugs, eins og margra verturlenskra manna
um það, hve fljótt falla niður írsku nöfnin fyrir hinum norsku, þegar
austmenn og vestmenn tengjast saman. — Langafi Baugs er talinn
Kjarval írakonungur, og afi Baugs, konungssonurinn hjet Kjallakur, en
þó finn eg ekki, að Baugur eða nálægir niðjar hans noti nöfn þessara
nánu forfeðra og göfugu manna,
Slept hefi ég í aðalyfirlitinu, bæjanöfnum sona Baugs og Hængs.
Samt eru eftir í landnámi Hængs, að undanskildum (kynblendingnum?)
Baugi, 16 menn, er telja má þar lnm. og af austrænum rótum runna.
Við þessa menn eru kendir 2 bólsstaðir: Þórunnarhálsar og Lunans-
holt, og 14 við eitthvað annað. En vestmenn má telja 7. Hjá þeim
er 1 bæjarnæfn, Vætleifsholt1), í ósamræmi við hin: Hildisey Hall-
1) Nú Vetleifsh. Þar bjó Ráþormr. — Sbr. Vælugerði = »Velugerði«, Hælgi
og mörg orð, sem eru rituð með æ í eldra máli, en e yngra.