Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Page 31

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Page 31
29 geirsey, Ljótarstaði, Dufþaksholt, Jólgeirsstaði og Áskelshöfða (síðar Kaldarholt eða Kálfholt?). Víðar ura land má sjá svipaðan mismun í nafnagjöfum austrænna og vestrænna manna, þó ekki sje svo margfaldur mismunur sem hjer; 1 af 8, gegn 6 af 7. — En nú mun nóg komið af slíkum upptalningum, Þó austrænu lnm. notuðu lítið í fyrstu vestræna lagið — er eg nefndi svo — við nafngjafir bæja sinna hér, þá helst það ekki lengi. Þegar bæjum fjölgar, þá fjölgar líka því meira að tiltölu þeim bæja- nöfnum, sem fá nafnið eftir ábúendum. Mest er það fyrir viðbót, en þó líka að nokkru fyrir breytingar (Fors = Rauðnefsst. Hvoll = Stórólfshvoll, Brekkur). Máltæki segir, að engin regla sé án undantekningar. Höfuðreglan eða venjan fyrsta á þessu sviði breyttist líka bráðlega. Má ráða í það af lauslegu yfirliti yfir staðanöfnin útaf fyrir sig, þau ein sem í Ln. finnast. í Noregi var að vísu nafnkendur Staður, en þar hefur þó ver- ið fágætt að hnýta þessu nafni aftan við mannanöfn. Þó þetta verði ekki sýnt hér né sannað, er fljótgert að benda á líkur. Heimskringla Sn. St. kemur víða við og nefnir margar bygðir og býli í Noregi. Þar eru þó ekki nema 7 nöfn, sem enda á »staðir«. Eitt af þeim er bær á Sjálandi (Hringstaðir). Hitt bæir í Noregi: Álrekstaðir, Geir- staðir, Hústaðir, Kviststaðir, Oprostaðir1) og Stiklarstaðir. —Ef þess- ir bæir allir eru kendir við nöfn manna og viðurnefni, þá er ósam- kvæmni í rithættinum: vantar s í 1., 2. og 6. nafnið norska. 4. er sum- staðar ritað Kvist s staðir, og var það venjulegur ritháttur á slíkum nöfnum á dögum Snorra. Taki maður svo Ln. til sainanburðar, þá finnast þar ein 125 inn- lend bæjanöfn, sem enda á »staðir« og »staður«. — En þar er eng- inn bær, sem heitir ekki meira en Staður. — 7 eru þó með því nafni, í sveitum, nú á dögum. Af þessum bæjum held eg að nálægt 108 séu kendir við menn, og hafi 93 á þeim dögum verið bústaðir manna af austrænum ættum- Og munu flest þeirra orðin til á landnámsárum og litlu síðar. Hinsvegar munu 15 af þessu nöfnum — eða þar um bil — vera kend við vestræna menn — og eru Baugsstaðir taldir þar með. Af öllum þessum bæjanöfnum, tel eg 13 vera óskyld manna- nöfnum: Breiðabólsstaði sjö, (á einum þeirra, B. í Sökkólfsdal, hefur að líkindum vestmaður búið), Hofstaði fjóra, Bólstað og Tjaldastaði1). 1) í Ln. (1843, 271) eru nefndir »Ofrustaðir«. Ekki má bæta þeim við ís- jensku bæjanöfnin, því þetta er s a m i norski staðurinn. — Sést það af frásögn- inni, þó ekki sé þess getið sérstaklega.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.