Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Page 37
35
Ur eða tengdasonur Þorkels Skíðasonar, því Þorkell hefur líklega numið
þarna um 890—895.Bólstaðarhlíð er og stærsta jörðin í Svartárdal
og hefur verið, — 60 hundr. að fornu mati (sjá Johns. jarðatal bls. 240.)
Görnul munnmæli segja svo frá, að nautabú Hlíðar-bóndans hafi
í fornöld verið þar sem Fjós eru nú. Síðar hafi þar orðið sjerstök
jörð. Vel getur þetta verið rjett, því þangað eru aðeins þrjár stuttar
bæjarleiðir frá Bólstaðarhlíð, og fornir stórbændur höfðu geldneyta-
hús sín stundum allfjarri bænum, t. d. Ingimundur gamli á Hofi í
Vatnsdal, sem hafði nautabú sitt þar sem Undornfell er nú (sbr.
Vatnsd., bls. 66).
Gerði maður nú ráð fyrir, að Ævarr hafi búið í Bólstaðarhlíð,
þá hefði nautabú hans staðið í landnámi Þorkels Skíðasonar, og það
var ekki líklegt, að Ævarr sýndi þann ójöfnuð. Enda var landnáms-
mönnum annars meiri þörf en beitilands. —
Til þess að sanna, að Bólstaðarhlíð hafi verið »Ævars forni
garður.« yrði að hrinda öllum þessum rökum, sem vitna á móti því
að svo hafi verið. Álit manna um þetta efni má því telja staðlaus-
an tilbúning seinni alda manna, og sýnir aðeins tilgátugrufl um það,
hvar Ævarsskarð hafi verið.
Skal jeg þá víkja að frásögn Landn. um Ævar hinn gamla. Þó
vil jeg minna á það þegar, að öll gögn, sem færð verða fyrir því,
hvar Ævarsskarð hafi rjettilega verið, falla í sömu vogarskál, sem
áðurgreindar ástæður. Því verði sannað, að Ævarsskarð hafi verið
annars staðar, er tilgátan um Bólstaðarhlíð, þar með jarðsungin.
Lesendum til frekari glöggvunar tek jeg upp í einu lagi frásögn-
ina um þetta atriði í Landnámu (bls. 135—6): »Ævarr hét maðr,
son Ketils helluflaga ok Þuríðar, dóttur Haraldar konungs gullskeggs
ór Sogni. Ævarr átti..........Þeira son var Véfroðr. Synir Ævars
laungetnir váru þeir Karli ok Þorbjörn strúgr ok Þórður mikill. Ævarr
fór til íslands ór víkingu, ok synir hans aðrir enn Véfroður; með hon-
um fór út Gunnsteinn frændi hans ok Auðúlfr ok Gautr, enn Véfroðr
var eftir í víkingu. Ævarr kom skipi sínu í Blönduós; þá váru num-
in lönd fyrir vestan Blöndu. Ævarr fór upp með Blöndu at leita sér
landnáms, enn er hann kom þar sem heita Móbergsbrekkur, setti hann
niðr stöng háva, ok kveðst þar taka Véfroði syni sínum bústað. Síð-
an nam hann Langadal allan upp þaðan ok svá fyri norðan
h á 1 s.1 2) Þar skifti hann löndum með skipverjum sínum. Æ v a r r
bjó í Evarsskarði. Véfröðr kom út síðar í Gönguskarðsárós
1) Sbr. Um tímatal í íslend.sögum, eftir Guðbr. Vigfússon. Safn til sögu
ísl., I. b„ bls. 248.
2) Og — >ofan til Ævarsskarðs,« segir Melabók. Það er líka keiprjett.