Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Page 46

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Page 46
44 Þaðan fórum við inn á Bægifótshöfða. Það er klettahöfði, h. u. b. 3 mtr. á hæð, en lítill ummáls. Fyrir garðinum sjer vel og einnig dysinu; er auðsjeð að það hefur verið rifið upp. Þegar garðurinn hefur verið óskemdur, hefur ekki verið unt að komast af höfðanum eða fram á hann. Þaðan fórum við á Bólstað. Jeg hefi engu að bæta við lýs- ingar þeirra Sigurðar Vigfússonar og Brynjólfs Jónssonar. Tóftirnar eru mjög ógreinilegar og ílt að átta sig á þeim. Jeg stakk upp nokkra hnausa í syðsta hluta tóftar þeirrar er jeg áleit verið hafa bæjartóft. 35 cmt. undir yfirborði kom ofan á gólfskán, var í henni mikið af viðarkolum. Úlfarsfellsá rennur skamt frá tóftunum og brýtur þar mjög upp, væri nauðsynlegt að rannsaka tóftir þessar áður en áin brýtur þær því að líkindum hefir enginn búið á Bólstað eftir Arnkel, svo húsa- skipun er eins og var hjá honum; undirstöður líklega óhaggaðar, því þar er sljett og harðlent. Frá Bólstað fórum við inn að Hellu. Bærinn hefur staðið rjett fyrir austan Örlygsstaðaá, norðan undir háum melhrygg, Iiggur túnið umhverfis hrygginn og yfir enda hans, túnið hefur verið all-stórt og túngarður um. Sunnan í melhryggnum eru kallaðir akrar; sjer þar fyrir girðingum; er þar halli mikill og liggur vel við sól. Ofan á bæjartóftina hefur verið bygður stekkur, sjer á gömlu veggina útund- an stekkjartóftinni. Austur og niður undan Hellu er ennþá nefnd Glæsiskelda, en hún er nú að mestu fylt af möl. Skamt fyrir innan Hellu er skriðan Geirvör; af skriðunni sjestglögt út á Úlvarsfellsháls; gat Snorri goði því vel sjeð Breiðvíkinga er þeir riðu inn hálsinn, því hann hefur staðið innvert á skriðunni og horft út yfir- Frá Hellu fórum við út yfir Úlfarsfellsháls. Engi það er þeir Þór- ólfur bægifótur og Úlfar áttu saman, er all-stór mýri á hálsinum og liggur nú undir Úlfarsfell og Hrisakot. Þar sjest fyrir rústum vest- arlega á hálsinum, er gætu verið af stakkgarði Þórólfs. Af frásögn Eyrbyggjasögu er auðsjeð, að Úlfar hefur komið ti' Þórólfs á hálsin- um, þar sem hann hlóð heyinu. Á hálsinum er vatn; liggur vegur- inn norðan með því; hann er nú sjaldfarinn, en hefur verið fjölfarinn áður; þar eru troðningar miklir. Framarlega i Þórsárdal er haugur Þórólfs bægifóts (samb. Árb. Fornl.fjel. 1893). Mjer virtist syðsti hluti upphækkunar þessarar hafa verið rifinn upp, en allur neðri hlutinn óhaggaður, og þar hygg jeg að húsfreyja Þórólfs og sauðamaður hans liggi. Væri þörf að rann- saka það nánar. í vestur frá Hrísum, út við Svelgsá, við hraunið, er eyðibýli, sem nefnt er Mosvellir, sjer þar fyrir túngarði, en túnið hefur verið fremur lítið.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.